Erlent

Hjónaband bundið við 7 ár

Þýska þingkonan Gabriele Pauli hefur valdið töluverðu uppnámi meðal flokkssystkina sinna eftir að hún flutti tillögu á þinginu um að hjónaband ætti að hámarki að vera til sjö ára. Eftir þann tíma gætu hjón síðan sótt um framlengingu þess.

Rök Gabriele voru að með þessu myndi draga mjög úr skilnuðum og hjón einbeita sér meir að barnauppeldi. En Gabriele tilheyrir hægriflokknum CDU/CSU og þar á bæ urðu menn æfir þegar þeir heyrðu tillögu hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×