Erlent

Erdogan vill ekki mismuna konum út af höfuðklútum

Tyyip Erdogan forsætisráðherra og Abdullah Gul forseti Tyrklands.
Tyyip Erdogan forsætisráðherra og Abdullah Gul forseti Tyrklands. MYND/Getty
Tayyip Erdogan forsætisráðherra Tyrklands varði í dag fyrirhugaðar breytingar sínar á stjórnarskrá landsins, en veraldlega þenkjandi gagnrýnendur hans eru æfir yfir því að hann hafi aflétt banni við því að kvenkyns háskólanemar gangi með höfuðklút.

Flokkur Erdogans, hinn ný-endurkjörni íslamsk ættaði AK flokkur, hefur sagt að meiri áhersla verði lögð á einstaklinginn en ríkið í nýju stjórnarskránni. Með því verði hún meira í ætt við stjórnarskrár annarra Evrópusambandsríkja, en líklegt er að stjórnvöld í Ankara hafa hug á að sækja um aðild að sambandinu.

,,Það var kominn tími á nútímalega stjórnarskrá sem endurspeglar hyggjuvit okkar og skynsemi, og mun hjálpa okkur í átt til frelsis." sagði Erdogan á blaðamannafundi í Ankara í dag.

Financial Times hafði það eftir Erdogan að höfuðklútamálið væri eðlilegt, þar sem ekki væri hægt að meina konum aðgang að menntun vegna þess sem þær klæðast. Þetta væri vandamál í Tyrklandi, og það væri stjórnmálamanna að leysa vandamál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×