Erlent

Evrópusambandið endurskoðar innflutningsbann

Sóttvarnarsvæði var sett upp þegar veikin greindist í síðustu viku.
Sóttvarnarsvæði var sett upp þegar veikin greindist í síðustu viku. MYND/AFP

Sérfræðingar hjá Evrópusambandinu munu endurskoða innflutningsbann á breskar landbúnaðarvörur um næstu mánaðamót. Evrópusambandið lokaði á allan innflutning á fersku kjöti, búfénaði og mjólkurafurðum frá Bretlandseyjum í síðustu viku eftir að gin-og klaufaveikismit greindist á nautgripabúi í suðurhluta Englands.

Sérfræðingarnir hittast þann þriðja október næstkomandi. Takist breskum yfirvöldum að hefta útbreiðslu sjúkdómsins þykir ekki ólíklegt að banninu verði aflétt að hluta til eða öllu leyti.

Núverandi bann nær þó ekki til Norður-Írlands.

Í gær greindist enn eitt gin- og klaufaveikismit á sauðfjárbúi sem staðsett er innan þess sóttvarnarsvæðis sem sett var upp í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×