Erlent

Hrísgrjónakast bannað í Feneyjum

MYND/Getty Images

Massimo Cacciari borgarstjóri Feneyja íhugar nú að banna hrísgrjónakast við brúðkaup í borginni

Til þessa ráðs ætlar borgarstjórinn að grípa til að reyna að koma böndum á ört vaxandi fjölda af dúfum í borginni.

Hrísgrjónakast hefur hingað til þótt ómissandi þáttur í rómantískum ítölskum brúðkaupum. Það hefur hinsvegar haft þær afleiðingar að dúfur hópast að viðburðunum og bíða svo í röðum eftir að komst í góðgætið. Yfir 1.000 brúðkaup eru haldin árlega í borginni svo dúfurnar hafa úr nógu að moða.

Talið er að yfir 40.000 dúfur haldi til í miðborg Feneyja og neyðast borgaryfirvöld nú til þess að eyða stórfé á hverjum degi í að hreinsa upp skítinn eftir þær. Og fjöldi dúfnanna vex daglega, þannig er talið að þeim hafi fjölgað um 24% bara á síðasta ári. Kostnaður borgarinnar við að þrífa dúfnaskít af styttum og opinberum byggingum borgarinnar er nú talinn nema nærri milljón króna á hverja dúfu. Bannað er að gefa dúfunum í flestum hverfum borgarinnar en flestir ferðamenn virða það bann að vettugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×