Erlent

Næturklúbbaheimsókn kostaði 3 milljónir

Norskur viðskiptamaður varð fyrir ruddalegu áfalli þegar hann sá kortareikning sinn eftir kvöldstund í Kaupmannahöfn um helgina. Hann heldur því nú fram að honum hafi verið byrluð ólyfjan á næturklúbbunum Kakadou og Leslee Night Club en reikningur hans eftir kvöldið á þessum stöðum hljóðar upp á tæpar 3 milljónir króna.

Hann hefur kært reikninginn til norska bankaeftirlitsins. Félagi mannsins á þessu næturrölti segir að vinur hans hafi horfið með nokkrum dömum í tæpan klukkutíma og komið aftur í annarlegu ástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×