Erlent

Skógareldar í fjallahéruðum Kaliforíu

MYND/AP

Yfir fimm þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sína vegna skógarelda sem geisa í San Bernardino skóginum í Kaliforníu. Eldsins varð vart á föstudag og hefur slökkviliðsmönnum gengið illa að ná tökum á honum, en hann geisar á 18.000 ekra svæði.

Svæðið er mjög þurrt og þá er einnig hvasst og gerir það slökkvistarfið erfiðara. Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, lýsti í gær yfir neyðarástandi í San Bernarndino sýslu sem þýðir að ríkisstjórnin getur lagt til fjármuni vegna eldanna.

Eldarnir loga nærri tveimur fjallaþorpum í sýslunni og því var gripið til þess ráðs að flytja fólk þaðan og sömuleiðis af nokkrum tjaldstæðum. Yfir þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana ásamt slökkviþyrlum og -flugvélum en ekki liggur fyrir hver eldsupptök eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×