Erlent

Sex látnir eftir að fellibylur gekk yfir hluta Suður-Kóreu

Sex eru látnir og fjögurra er saknað eftir að fellibylurinn Nari gekk yfir suðurströnd Suður-Kóreu í dag. Fimm hinna látnu og þeir sem saknað er voru á eyjunni Cheju, sem er vinsæll ferðamannastaður úti fyrir meginlandinu, þegar bylurinn gekk yfir.

Óttast er að fleiri kunni að finnast látnir í kjölfar fellibyljarins en auk manntjóns hefur orðið nokkuð tjón á eignum. Þannig mátti sjá stóra bíla á hvolfi og tré sem rifnað höfðu upp með rótum víða þar sem bylurinn gekk yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×