Íslenski boltinn

U19: Ísland tapaði gegn Þjóðverjum

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Íslenska U19 ára kvennalandsliðið tapaði í dag síðasta leik sínum á Evrópumótinu. Landsliðið tapaði 4-2 fyrir núverandi meisturum frá Þýskalandi á Grindavíkurvelli. Fanndís Friðriksdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum. Stelpurnar voru 2-0 undir í hálfleik.

Íslenska liðið tapaði því öllum þremur leikjunum í riðlakeppninni og eru úr leik, en þýska liðið er komið í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×