McLaren sagður vilja breytingar 12. mars 2007 20:39 Steve McLaren er undir nokkurri pressu sem landsliðsþjálfari og vill allan þann undirbúning sem hann getur mögulega fengið. Það fær hann ekki þegar keppnisfyrirkomulag ensku bikarkeppninnar er eins og það er í dag. MYND/Getty Steve McLaren er nú sagður allt annað en sáttur út í vinnuveitendur sína hjá enska knattspyrnusambandinu, en allt útlit er fyrir að 14 leikmenn í landsliðshóp hans verði uppteknir við að spila endurtekin leik í ensku bikarkeppninni - aðeins fimm dögum áður en enska liðið spilar afar mikilvægan leik í undankeppni EM. Lengi hefur verið deilt um hvort spila eigi leiki í ensku bikarkeppninni á ný fari svo að sá fyrri endi með jafntefli. Helstu rökin á móti því að spila tvo leiki ef þarf er hið mikla álag sem leggst á leikmenn, ekki síst þegar jafn langt er liðið á tímabilið eins og nú. Man. Utd. og Middlesbrough þurfa að mætast á ný í bikarnum rétt eins og Chelsea og Tottenham en viðureignir þessara liða enduðu með jafntefli um helgina. Í síðasta leikmannahóp McLaren voru alls 14 leikmenn frá þessum liðum og er ljóst að einn leikur til viðbótar á þessum tímapunkti eykur líkur á meiðslum lykilmanna landsliðsins. Áætlað er að spila síðari leikina þann 19. mars, sama dag og enska landsliðið á að koma saman fyrir leik gegn Ísrael þann 24. mars. Enskir fjölmiðlar greina frá því að McLaren hafi barið í borðið eftir að hafa horft upp á leikina tvo enda með jafntefli um helgina og krafðist breytinga á keppnisfyrirkomulagi bikarkeppninnar á næstu leiktíð. Ástæðan er sú að ef enska landsliðið á að ná árangri í stórmótum þarf að minnka álagið heima fyrir. "Það er óhætt að segja að leikirnir hafa spilast á mjög óhentugan máta fyrir enska landsliðið," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins í dag. "Þetta hefur vissulega mikil áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn gegn Ísrael en við þurfum að búa við einstakar aðstæður í leikjafyrirkomulagi hér á landi og það er enginn leið til að breyta þessu," bætti hann við. Hvort að McLaren verði að ósk sinni á næstu leiktíð er þó talið afar ólíklegt, enda löng saga á bakvið núverandi fyrirkomulag ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Steve McLaren er nú sagður allt annað en sáttur út í vinnuveitendur sína hjá enska knattspyrnusambandinu, en allt útlit er fyrir að 14 leikmenn í landsliðshóp hans verði uppteknir við að spila endurtekin leik í ensku bikarkeppninni - aðeins fimm dögum áður en enska liðið spilar afar mikilvægan leik í undankeppni EM. Lengi hefur verið deilt um hvort spila eigi leiki í ensku bikarkeppninni á ný fari svo að sá fyrri endi með jafntefli. Helstu rökin á móti því að spila tvo leiki ef þarf er hið mikla álag sem leggst á leikmenn, ekki síst þegar jafn langt er liðið á tímabilið eins og nú. Man. Utd. og Middlesbrough þurfa að mætast á ný í bikarnum rétt eins og Chelsea og Tottenham en viðureignir þessara liða enduðu með jafntefli um helgina. Í síðasta leikmannahóp McLaren voru alls 14 leikmenn frá þessum liðum og er ljóst að einn leikur til viðbótar á þessum tímapunkti eykur líkur á meiðslum lykilmanna landsliðsins. Áætlað er að spila síðari leikina þann 19. mars, sama dag og enska landsliðið á að koma saman fyrir leik gegn Ísrael þann 24. mars. Enskir fjölmiðlar greina frá því að McLaren hafi barið í borðið eftir að hafa horft upp á leikina tvo enda með jafntefli um helgina og krafðist breytinga á keppnisfyrirkomulagi bikarkeppninnar á næstu leiktíð. Ástæðan er sú að ef enska landsliðið á að ná árangri í stórmótum þarf að minnka álagið heima fyrir. "Það er óhætt að segja að leikirnir hafa spilast á mjög óhentugan máta fyrir enska landsliðið," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins í dag. "Þetta hefur vissulega mikil áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn gegn Ísrael en við þurfum að búa við einstakar aðstæður í leikjafyrirkomulagi hér á landi og það er enginn leið til að breyta þessu," bætti hann við. Hvort að McLaren verði að ósk sinni á næstu leiktíð er þó talið afar ólíklegt, enda löng saga á bakvið núverandi fyrirkomulag ensku bikarkeppninnar.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira