Erlent

Brown í heimsókn í Basra

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Þar lýsti hann því yfir að Írösk stjórnvöld muni taka við stjórn mála í Basra og nálægum svæðum á næstu vikum. Þar með hafa Bretar afhent Írökum stjórnartaumana í öllum þeim héruðum sem lotið hafa stjórn Breta síðustu ár.

Þetta var önnur heimsókn Browns til Írak frá því hann tók við embætti af Tony Blair í júní. 4500 breskir hermenn eru nú í Írak og gert er ráð fyrir að þeir verði orðnir 2500 á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×