Erlent

Vilja bjarga Mikka mús

Mikki mús er í útrýmingarhættu. Ekki þó sá Mikki mús sem Walt Disney teiknaði heldur lítið nagdýr sem býr í Gobi eyðimörkinni í Mongólíu. Mikki þessi er með risastór eyru, stökkfætur sem líkjast kengúrufótum og skott með svartan og hvítan dúsk á endanum.

Dýraverndunarsamtök í Bretlandi sendu fjölmiðlum kvikmyndir af dýrinu í dag. Það er á lista náttúruverndarsamtaka yfir tíu dýr sem leggja þarf áherslu á að koma í veg fyrir að deyji út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×