Erlent

Framdi sjálfsmorð í Woolworths

23 ára gamall maður framdi í gær sjálfsmorð í matvöruverslun í Cornish á Bretlandi. Maðurinn ruddist inn í verslunina um miðjan dag í gær og veifaði hnífi. Starfsfólk búðarinnar rýmdi hana umsvifalaust og hringdi á lögreglu og sjúkralið. Þegar sjúkraliðið kom á vettvang hafði maðurinn skorið sig á háls. Að sögn BBC fréttastofunnar var maðurinn látinn þegar að var komið. Starfsfólk var mjög slegið yfir atburðinum, og var boðin áfallahjálp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×