Erlent

Breski herinn rekur 600 hermenn á ári vegna fíkniefnaneyslu

Breski herinn glímir nú við vaxandi fíikniefnaneyslu meðal hermanna sinna. Af þeim sökum eru um 600 breskir hermenn leystir frá skyldum sínum árlega.

Það eru einkum kókaín og heróin sem finnast við lyfjaprófanir já hermönnunum. Hermálastofnunin breska lét vinna skýrslu um fíkniefnanotkun hermannanna og þar kemur meðal annars fram að á árinu 2003 voru 517 hermenn leystir frá skyldum sínum vegna fíkniefnaneyslu en á síðasta ári var fjöldinn orðinn 769 hermenn eða 600 að meðaltali á tímabilinu. Það kemur einnig fram að kókaínneysla hermannanna hefur fjórfaldast á þessu tímabili.

Lyfjaprófanir eru skyldubundnar en ekki er tilkynnt um þær fyrirfram. Þykja þær því gefa glögga mynd af vandamálinu. Það kemur í ljós að fylgni er á milli stóraðgerða hjá breska hernum og tíðni fíkniefnaneyslunnar.

Yfirmenn breska hersins líta málið alvarlegum augum sem og stjórnvöld. Þannig sagði varnarmálaráðherra landsins eftir að skýrslan varð opinber að misnotkun fíkniefna samræmdist ekki þjónustu hermanna og yrði ekki liðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×