Verð að fara að skora fyrir Breiðablik 4. ágúst 2007 05:30 Fanndís Friðriksdóttir reynir hér skot að marki á Evrópumótinu. Fréttablaðið/Daníel Fanndís Friðriksdóttir 17 ára stelpa úr Breiðabliki varð markahæsti leikmaður Evrópumóts 19 ára landsliða kvenna sem fram fór hér á landi og lauk með sigri Þjóðverja um síðustu helgi. Fanndís skoraði jafnmörg mörk og þær Mary-Laure Delie hjá Frakklandi og Ellen White hjá Englandi en lék færri leiki en þær báðar. „Ég bjóst ekki við þessu en þetta er rosalega skemmtilegt. Það var æðislega gaman að fá að spila á heimavelli og vita af mömmu og pabba upp í stúku," sagði Fanndís en faðir hennar er fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Friðrik Friðriksson. Fanndís segist hafa skorað hjá pabba sínum. „Jú ég hef skorað oft hjá honum, það er svo auðvelt," sagði hún hlæjandi en það kom aldrei til greina hjá henni að fara í markið. „Nei, ég er virkilega léleg í marki," segir Fanndís. „Ég vil helst vera frammi. Ég er alltaf frammi hjá Breiðabliki en Óli þjálfari vildi hafa mig á hægri kantinum. Ég hafði ekki spilað þar síðan ég var lítil," segir Fanndís en þetta útspil landsliðsþjálfarans skilaði sér í þremur góðum mörkum. „Nú þarf maður að sanna sig ennþá meira. Ég verð líka að fara að setja hann fyrir Breiðablik því ég er bara búin að skora eitt mark í sumar. Ég var að hugsa að það myndi sennilega svínvirka að fara í landsliðstreyjuna undir Blikabúninginn," segir Fanndís í léttum tón. „Fanndís er geysilega fljót og fylgin sér en hraði hennar er hennar helsti styrkleiki. Hún á líka bjarta framtíð fyrir sér enda á hún tvö ár eftir í þessu 19 ára landsliði. Það er ekki slæmt afrek að verða markahæst þegar þú ert að spila tvö ár upp fyrir þig," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðsins. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Fanndís Friðriksdóttir 17 ára stelpa úr Breiðabliki varð markahæsti leikmaður Evrópumóts 19 ára landsliða kvenna sem fram fór hér á landi og lauk með sigri Þjóðverja um síðustu helgi. Fanndís skoraði jafnmörg mörk og þær Mary-Laure Delie hjá Frakklandi og Ellen White hjá Englandi en lék færri leiki en þær báðar. „Ég bjóst ekki við þessu en þetta er rosalega skemmtilegt. Það var æðislega gaman að fá að spila á heimavelli og vita af mömmu og pabba upp í stúku," sagði Fanndís en faðir hennar er fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Friðrik Friðriksson. Fanndís segist hafa skorað hjá pabba sínum. „Jú ég hef skorað oft hjá honum, það er svo auðvelt," sagði hún hlæjandi en það kom aldrei til greina hjá henni að fara í markið. „Nei, ég er virkilega léleg í marki," segir Fanndís. „Ég vil helst vera frammi. Ég er alltaf frammi hjá Breiðabliki en Óli þjálfari vildi hafa mig á hægri kantinum. Ég hafði ekki spilað þar síðan ég var lítil," segir Fanndís en þetta útspil landsliðsþjálfarans skilaði sér í þremur góðum mörkum. „Nú þarf maður að sanna sig ennþá meira. Ég verð líka að fara að setja hann fyrir Breiðablik því ég er bara búin að skora eitt mark í sumar. Ég var að hugsa að það myndi sennilega svínvirka að fara í landsliðstreyjuna undir Blikabúninginn," segir Fanndís í léttum tón. „Fanndís er geysilega fljót og fylgin sér en hraði hennar er hennar helsti styrkleiki. Hún á líka bjarta framtíð fyrir sér enda á hún tvö ár eftir í þessu 19 ára landsliði. Það er ekki slæmt afrek að verða markahæst þegar þú ert að spila tvö ár upp fyrir þig," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðsins.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira