Toppliðin töpuðu sínum fyrstu stigum 7. júlí 2007 00:01 víti? Valsmenn vildu meina að Alicia Wilson hefði brotið á Margréti Láru Viðarsdóttur í fyrri hálfleik. Hér liggja þær eftir en Embla Grétarsdóttir eltir boltann. MYND/Anton Valur og KR eru enn jöfn á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir 1-1 jafntefli á Valbjarnarvelli í gær. Hrefna Huld Jóhannesdóttir kom KR yfir snemma í leiknum en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin í þeim síðari. KR-ingar komu Valsmönnum í opna skjöldu á fjórtándu mínútu þegar Hrefna Huld skoraði eftir laglegan undirbúning Hólmfríðar Magnúsdóttur. Skot Hrefnu var hnitmiðað og fast og kom Guðbjörg Gunnarsdóttir engum vörnum við. Leikmenn Vals létu sér þó ekki segjast og pressuðu stíft á vörn KR, sem náði þó að halda mjög vel. Miðverðirnir Agnes Árnadóttir og þá sérstaklega Alicia Wilson vörðust þó afar vel og gáfu snöggum sóknarmönnum Vals ekkert eftir. Besta færi Vals í fyrri hálfleik fékk Margrét Lára en hún skaut hátt yfir úr miðjum teignum eftir að hafa fengið laglega sendingu frá Guðnýju Óðinsdóttur. Þetta gerðist á 21. mínútu og skömmu síðar virtist brotið á Margréti Láru í vítateignum en ekkert var dæmt. Hlúa þurfti að henni í dágóðan tíma en hún gat haldið áfram leik skömmu síðar. Það voru þó leikmenn KR sem voru nær því að auka muninn fyrir leikhlé því þeir áttu besta færi hálfleiksins. Hólmfríður átti á lokamínútu hálfleiksins skyndilega þrumuskot sem hafnaði í þverslánni en Guðbjörg virtist varla búast við skotinu. KR byrjaði síðari hálfleik af krafti og Hólmfríður átti skalla að marki strax á 48. mínútu eftir horn Eddu Garðarsdóttur. Valsmenn neyddust til að bjarga á línu og var Málfríður Erna Sigurðardóttir þar að verki. Valsmenn héldu þó sínu striki og uppskáru mark á 64. mínútu. Margrét Lára skoraði það mark með föstu skoti. Bæði lið áttu sín færi eftir þetta en það besta fékk Dóra María Lárusdóttir. Hún fékk sendingu frá Nínu Ósk Kristinsdóttur sem færði sér mistök í vörn KR í nyt en hin stórefnilega Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel á verði í markinu. „Ég er bara hundfúl með úrslit leiksins,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals. „Við áttum miklu fleiri færi í þessum leik og áttum að vinna hann. Ég var mjög óánægð með varnarleikinn en við sköpuðum okkur aftur á móti fullt af færum og áttum að nýta þau. Við vorum ekkert góðar í dag en áttum samt að vinna.“ Þjálfari KR, Helena Ólafsdóttir, sagði úrslit leiksins nokkuð sanngjörn, þegar á heildina er litið. „Ég hefði auðvitað viljað fara heim með þessa forystu sem við vorum komin með en úrslitin kannski sanngjörn. Við megum vera mjög ánægðar með baráttu leikmanna og stelpurnar gáfu allt það sem þær áttu í leikinn. Ég ætlaði liðinu sigur en jafntefli er betra en tap.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Valur og KR eru enn jöfn á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir 1-1 jafntefli á Valbjarnarvelli í gær. Hrefna Huld Jóhannesdóttir kom KR yfir snemma í leiknum en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin í þeim síðari. KR-ingar komu Valsmönnum í opna skjöldu á fjórtándu mínútu þegar Hrefna Huld skoraði eftir laglegan undirbúning Hólmfríðar Magnúsdóttur. Skot Hrefnu var hnitmiðað og fast og kom Guðbjörg Gunnarsdóttir engum vörnum við. Leikmenn Vals létu sér þó ekki segjast og pressuðu stíft á vörn KR, sem náði þó að halda mjög vel. Miðverðirnir Agnes Árnadóttir og þá sérstaklega Alicia Wilson vörðust þó afar vel og gáfu snöggum sóknarmönnum Vals ekkert eftir. Besta færi Vals í fyrri hálfleik fékk Margrét Lára en hún skaut hátt yfir úr miðjum teignum eftir að hafa fengið laglega sendingu frá Guðnýju Óðinsdóttur. Þetta gerðist á 21. mínútu og skömmu síðar virtist brotið á Margréti Láru í vítateignum en ekkert var dæmt. Hlúa þurfti að henni í dágóðan tíma en hún gat haldið áfram leik skömmu síðar. Það voru þó leikmenn KR sem voru nær því að auka muninn fyrir leikhlé því þeir áttu besta færi hálfleiksins. Hólmfríður átti á lokamínútu hálfleiksins skyndilega þrumuskot sem hafnaði í þverslánni en Guðbjörg virtist varla búast við skotinu. KR byrjaði síðari hálfleik af krafti og Hólmfríður átti skalla að marki strax á 48. mínútu eftir horn Eddu Garðarsdóttur. Valsmenn neyddust til að bjarga á línu og var Málfríður Erna Sigurðardóttir þar að verki. Valsmenn héldu þó sínu striki og uppskáru mark á 64. mínútu. Margrét Lára skoraði það mark með föstu skoti. Bæði lið áttu sín færi eftir þetta en það besta fékk Dóra María Lárusdóttir. Hún fékk sendingu frá Nínu Ósk Kristinsdóttur sem færði sér mistök í vörn KR í nyt en hin stórefnilega Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel á verði í markinu. „Ég er bara hundfúl með úrslit leiksins,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals. „Við áttum miklu fleiri færi í þessum leik og áttum að vinna hann. Ég var mjög óánægð með varnarleikinn en við sköpuðum okkur aftur á móti fullt af færum og áttum að nýta þau. Við vorum ekkert góðar í dag en áttum samt að vinna.“ Þjálfari KR, Helena Ólafsdóttir, sagði úrslit leiksins nokkuð sanngjörn, þegar á heildina er litið. „Ég hefði auðvitað viljað fara heim með þessa forystu sem við vorum komin með en úrslitin kannski sanngjörn. Við megum vera mjög ánægðar með baráttu leikmanna og stelpurnar gáfu allt það sem þær áttu í leikinn. Ég ætlaði liðinu sigur en jafntefli er betra en tap.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira