Hættir öllu samstarfi 26. desember 2006 12:00 Yfirvöld í írösku hafnarborginni Basra eru hætt samstarfi við breskar hersveitir eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni og eyðilögðu höfuðstöðvar hennar. Vel á annan tug manna lét lífið í bílsprengjuárásum í Bagdad í morgun. Yfir eitt þúsund breskir hermenn tóku þátt í þessum óvenjulegu aðgerðum í Basra á mánudaginn en þá var sú deild lögreglunnar sem fer með rannsókn alvarlegra glæpa leyst upp, 127 fangar í hennar haldi frelsaðir og höfuðstöðvar hennar loks sprengdar í loft upp. Að sögn yfirmanns hersveitanna hafi þetta verið gert eftir að áreiðanlegar vísbendingar bárust um að lögreglumenn hygðust þá og þegar taka fangana af lífi. Hann bætti því svo við að stjórnmál svæðisins væru oft flókin en aðgerðirnar hefðu verið með vitund og vilja héraðstjórnarinnar í Basra og írösku ríkisstjórnarinnar. Þremur dögum fyrir áhlaupið höfðu Bretarnir handtekið nokkra lögreglumenn vegna gruns um spillingu og morð. Fangarnir sem frelsaðir voru í gær eru sagðir bera merki um pyntingar. Sjö lögreglumenn létu lífið í áhlaupinu og segja borgaryfirvöld það hafa verið með öllu ólöglegt. Róstusamt hefur verið venju samkvæmt í Írak í morgun en í það minnsta fimmtán manns létu lífið í röð bílsprengjuárása á markaðstorgi í höfuðborginni Bagdad. Yfir sextíu manns slösuðust, þorri þeirra saklausir borgarar. Fyrr um morgunin dóu þrír bandarískir hermenn í sprengjuárásum skammt utan við Bagdad. Bandarískir fjölmiðlar hafa bent á það í dag að jafn margir hermenn hafa fallið í Írak frá því að innrásin var þar gerð vorið 2003 og létu lífið í árásirnar á tvíburaturnana í New York 11. september 2001, eða 2.973. Ein af ástæðum innrásarinnar voru meint tengsl ríkisstjórnar Saddams Hussein og al-Kaída hryðjuverkanetsins sem talin eru hafa staðið á bak við hryðjuverkin. Erlent Fréttir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Yfirvöld í írösku hafnarborginni Basra eru hætt samstarfi við breskar hersveitir eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni og eyðilögðu höfuðstöðvar hennar. Vel á annan tug manna lét lífið í bílsprengjuárásum í Bagdad í morgun. Yfir eitt þúsund breskir hermenn tóku þátt í þessum óvenjulegu aðgerðum í Basra á mánudaginn en þá var sú deild lögreglunnar sem fer með rannsókn alvarlegra glæpa leyst upp, 127 fangar í hennar haldi frelsaðir og höfuðstöðvar hennar loks sprengdar í loft upp. Að sögn yfirmanns hersveitanna hafi þetta verið gert eftir að áreiðanlegar vísbendingar bárust um að lögreglumenn hygðust þá og þegar taka fangana af lífi. Hann bætti því svo við að stjórnmál svæðisins væru oft flókin en aðgerðirnar hefðu verið með vitund og vilja héraðstjórnarinnar í Basra og írösku ríkisstjórnarinnar. Þremur dögum fyrir áhlaupið höfðu Bretarnir handtekið nokkra lögreglumenn vegna gruns um spillingu og morð. Fangarnir sem frelsaðir voru í gær eru sagðir bera merki um pyntingar. Sjö lögreglumenn létu lífið í áhlaupinu og segja borgaryfirvöld það hafa verið með öllu ólöglegt. Róstusamt hefur verið venju samkvæmt í Írak í morgun en í það minnsta fimmtán manns létu lífið í röð bílsprengjuárása á markaðstorgi í höfuðborginni Bagdad. Yfir sextíu manns slösuðust, þorri þeirra saklausir borgarar. Fyrr um morgunin dóu þrír bandarískir hermenn í sprengjuárásum skammt utan við Bagdad. Bandarískir fjölmiðlar hafa bent á það í dag að jafn margir hermenn hafa fallið í Írak frá því að innrásin var þar gerð vorið 2003 og létu lífið í árásirnar á tvíburaturnana í New York 11. september 2001, eða 2.973. Ein af ástæðum innrásarinnar voru meint tengsl ríkisstjórnar Saddams Hussein og al-Kaída hryðjuverkanetsins sem talin eru hafa staðið á bak við hryðjuverkin.
Erlent Fréttir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira