Hættir öllu samstarfi 26. desember 2006 12:00 Yfirvöld í írösku hafnarborginni Basra eru hætt samstarfi við breskar hersveitir eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni og eyðilögðu höfuðstöðvar hennar. Vel á annan tug manna lét lífið í bílsprengjuárásum í Bagdad í morgun. Yfir eitt þúsund breskir hermenn tóku þátt í þessum óvenjulegu aðgerðum í Basra á mánudaginn en þá var sú deild lögreglunnar sem fer með rannsókn alvarlegra glæpa leyst upp, 127 fangar í hennar haldi frelsaðir og höfuðstöðvar hennar loks sprengdar í loft upp. Að sögn yfirmanns hersveitanna hafi þetta verið gert eftir að áreiðanlegar vísbendingar bárust um að lögreglumenn hygðust þá og þegar taka fangana af lífi. Hann bætti því svo við að stjórnmál svæðisins væru oft flókin en aðgerðirnar hefðu verið með vitund og vilja héraðstjórnarinnar í Basra og írösku ríkisstjórnarinnar. Þremur dögum fyrir áhlaupið höfðu Bretarnir handtekið nokkra lögreglumenn vegna gruns um spillingu og morð. Fangarnir sem frelsaðir voru í gær eru sagðir bera merki um pyntingar. Sjö lögreglumenn létu lífið í áhlaupinu og segja borgaryfirvöld það hafa verið með öllu ólöglegt. Róstusamt hefur verið venju samkvæmt í Írak í morgun en í það minnsta fimmtán manns létu lífið í röð bílsprengjuárása á markaðstorgi í höfuðborginni Bagdad. Yfir sextíu manns slösuðust, þorri þeirra saklausir borgarar. Fyrr um morgunin dóu þrír bandarískir hermenn í sprengjuárásum skammt utan við Bagdad. Bandarískir fjölmiðlar hafa bent á það í dag að jafn margir hermenn hafa fallið í Írak frá því að innrásin var þar gerð vorið 2003 og létu lífið í árásirnar á tvíburaturnana í New York 11. september 2001, eða 2.973. Ein af ástæðum innrásarinnar voru meint tengsl ríkisstjórnar Saddams Hussein og al-Kaída hryðjuverkanetsins sem talin eru hafa staðið á bak við hryðjuverkin. Erlent Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Yfirvöld í írösku hafnarborginni Basra eru hætt samstarfi við breskar hersveitir eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni og eyðilögðu höfuðstöðvar hennar. Vel á annan tug manna lét lífið í bílsprengjuárásum í Bagdad í morgun. Yfir eitt þúsund breskir hermenn tóku þátt í þessum óvenjulegu aðgerðum í Basra á mánudaginn en þá var sú deild lögreglunnar sem fer með rannsókn alvarlegra glæpa leyst upp, 127 fangar í hennar haldi frelsaðir og höfuðstöðvar hennar loks sprengdar í loft upp. Að sögn yfirmanns hersveitanna hafi þetta verið gert eftir að áreiðanlegar vísbendingar bárust um að lögreglumenn hygðust þá og þegar taka fangana af lífi. Hann bætti því svo við að stjórnmál svæðisins væru oft flókin en aðgerðirnar hefðu verið með vitund og vilja héraðstjórnarinnar í Basra og írösku ríkisstjórnarinnar. Þremur dögum fyrir áhlaupið höfðu Bretarnir handtekið nokkra lögreglumenn vegna gruns um spillingu og morð. Fangarnir sem frelsaðir voru í gær eru sagðir bera merki um pyntingar. Sjö lögreglumenn létu lífið í áhlaupinu og segja borgaryfirvöld það hafa verið með öllu ólöglegt. Róstusamt hefur verið venju samkvæmt í Írak í morgun en í það minnsta fimmtán manns létu lífið í röð bílsprengjuárása á markaðstorgi í höfuðborginni Bagdad. Yfir sextíu manns slösuðust, þorri þeirra saklausir borgarar. Fyrr um morgunin dóu þrír bandarískir hermenn í sprengjuárásum skammt utan við Bagdad. Bandarískir fjölmiðlar hafa bent á það í dag að jafn margir hermenn hafa fallið í Írak frá því að innrásin var þar gerð vorið 2003 og létu lífið í árásirnar á tvíburaturnana í New York 11. september 2001, eða 2.973. Ein af ástæðum innrásarinnar voru meint tengsl ríkisstjórnar Saddams Hussein og al-Kaída hryðjuverkanetsins sem talin eru hafa staðið á bak við hryðjuverkin.
Erlent Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira