Erlent

Sakar bresk stjórnvöld um að stofna lífi kristinna í hættu

MYND/AP

Dr. Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg og leiðtogi enskubiskupakirkjunna, sakar bresku ríkisstjórnina um að stefna lífi kristinna manna í Miðausturlöndum í hættu með aðgerðum sínum í Írak.

Williams er á ferð um svæðið og í samtali við breska ríkisútvarpið segir hann að á síðasta ári hafi árásum á presta fjölgað og þá hafi fjölmargir kristnir menn yfirgefið Írak vegna ástandsins þar. Ástandið sé verra en þegar Saddam Hussein var við völd í landinu.

William segir enn fremur að þrátt fyrir viðvaranir fyrir Íraksstríðið hafi ríkisstjórnin ekki neina áætlun um að verja kristinn minnihluta í Írak og það leiði nú til þess að kristnum fækki í landinu.

Stjórnvöld hafna hins vegar málatilbúnaði Williams og segja öfgamenn valda þjáningum í Miðausturlöndum en bresk stjórnvöld geri allt sem þau geti til þess að styðja íröksku þjóðina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×