Erlent

Rasið ekki um ráð fram í Írak

Bandarískur hershöfðingi ráðlagði stjórnvöldum í dag að auka ekki þjálfun íraskra öryggissveita í einum rykk nema að íhuguðu máli. Skýrsla Íraksnefndar sem birt var í gær mælir með því að þjálfun hersveita verði aukin upp í 10-20 þúsund sveitir, frá 3.000-4.000 núna.

Yfirhershöfðingin Carter Ham, sagði varnarmálanefnd fulltrúadeildarinnar að aukinn liðsafli myndi vissulega hjálpa til en að írösku hersveitirnar ættu líka eftir að öðlast meiri reynslu og hún fáist einungis með tímanum. "Við viljum öll að þetta gangi hraðar fyrir sig en við verðum líka að gæta okkar að rasa ekki um ráð fram og leggja verkefni á herðar sveitunum sem þær eru ekki reiðubúnar fyrir."

Hann sagði einnig að óundirbúnar sveitir sem gerðu afdrifarík mistök myndu líka grafa undan trausti ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar á sínar eigin sveitir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×