Erlent

Mary J. Blige tilnefnd til flestra Grammy-verðlauna

Mary J. Blige.
Mary J. Blige. MYND/AP

R&B söngkonan Mary J. Blige trónir á toppnum með flestar tilkynningar fyrir Grammy verðlaunin en tilnefningarnar voru tilkynntar í dag. Rokksveitin kaliforníska Red Hot Chili Peppers er tilnefnd til sex verðlauna. Úrslitin sjálf verða tilkynnt með glamúr og glans í Los Angeles í Kaliforníu þann 11. febrúar næstkomandi.

Það verður í 49. skipti sem verðlaunin verða afhent en þau eru ein hin virtustu í tónlistarbransanum.

Enski söngvarinn James Blunt, kántrítríóið Dixie Chicks, John Mayer, listamaðurinn sem eitt sinn hét Prince, framleiðandinn Rick Rubin, söngvari hljómsveitarinnar Black eyed peas, will.i.am og tónskáldið klassíska John Williams fengu fimm tilnefningar hvert.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×