Erlent

Sveinki meðal fiskanna í sædýrasafni í Tókýó

MYND/AP

Fiskarnir í einu af sædýrasöfnum Tókýóborgar fengu skemmtilega heimsókn í morgun. Þar var á ferðinni sjálfur jólasveinninn sem hafði brugðið sér í kafarabúning til að vitja þeirra. Sveinki svamlaði í dágóða stund í kringum skötur, ála og önnur sjódýr og að sjálfsögðu lét hann ekki undir höfuð leggjast að gauka einhverju góðgæti að þessum vingjarnlegu málleysingjum. Tæpar þrjár vikur eru til jóla og von er á fyrstu jólasveinunum hingað til lands í byrjun næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×