Erlent

Hinir stéttlausu mótmæltu í Mumbai

Hundruð þúsunda komu saman í Mumbai í dag að sögn BBC.
Hundruð þúsunda komu saman í Mumbai í dag að sögn BBC. MYND/AP

Hundruð þúsunda Dalíta, af lægstu stétt Hindúa, héldu í dag kröfugöngu í Mumbai, stærstu viðskiptaborg Indlands. Kröfugangan var haldin í dag í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan leiðtogi hinna stéttlausu, Dr. Ambedkar, lést. Fólkið mótmælti um leið hinni rótgrónu mismunun eftir stétt, sem viðgengst í Indlandi, á grunni hindúatrúar.

Til óeirða kom í síðustu viku þegar skemmdarverk höfðu verið unnin á styttu af Ambedkar og létust a.m.k. þrír Dalítar í átökunum. Lögreglan var því á tánum í dag og hafði mikinn viðbúnað vegna kröfugöngunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×