Erlent

Bolton hættir sem sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ

MYND/AP

John Bolton, sendiherrra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur sagt af sér og hættir á næstu dögum. Frá þessu greindu bandarísk stjórnvöld í dag.

Bolton var skipaður sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum tímabundið í ágúst í fyrra en hann var alla tíð umdeildur í embætti vegna skoðana sinna á samtökunum. Öldungadeild Bandaríkjaþings átti eftir að samþykkja skipun hans og í kjölfar sigurs demókrata í þingkosningum í síðasta mánuði þótti ólíklegt að hann fengi samþykki þingsins. Bolton sagði því af sér í dag. Talið er líklegt öldungadeildarþingmaðurinn Dan Lieberman verði næsti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum en hann situr nú sem óháður þingmaður eftir að hafa áður fylgt demókrötum að máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×