Erlent

Flutningaskipin seglum búin

Flutningaskipið fljúgandi.
Flutningaskipið fljúgandi. MYND/af vefsíðu Skysails

Vindknúin flutningaskip verða tíð sjón í framtíðinni samkvæmt framtíðarsýn fallhlífaframleiðandans Skysails. Þar á bæ segja menn að segl með formi fallhlífar geti sparað flutningaskipum allt að 70 þúsund krónur á dag ef vindáttin er hagstæð. Seglin eru allt að 320 fermetrar að stærð og verða sett í sölu á næsta ári.

Á heimasíðu fyrirtækisins segir að flutningafyrirtæki geti sparað um 10-35% en á góðum degi geti fallhlífin sparað skipinu allt að helmingi þess eldsneytis sem það þyrfti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×