Erlent

Pinochet látinn laus gegn tryggingu

MYND/AP

Dómstóll í Chile hefur úrskurða að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, verði látinn laus gegn tryggingu en hann var handtekinn í síðustu viku í tengslum við morð á tveimur andstæðingum hans í valdatíð Pinochets.

Ákvörðun dómstólsins kemur degi eftir að Pinochet hlaut alvarlegt hjartaáfall en hann gekkst undir aðgerð í gær vegna þess og segja læknar hans ástand hans enn alvarlegt en þó stöðugt. Búist er við að Pinochet verði að minnsta kosti tíu daga til viðbótar á spítala.

Pinochet, sem er 91 árs, var oddviti herforingjastjórnarinnar sem rændi völdum í Chile árið 1973 en hún ríkti allt til ársins 1990. Á þeim tíma voru yfir 3.000 manns myrtir eða látnir hverfa, eins og það var orðað. Talið er að allt að 28.000 manns hafi sætt pyntingum og misþyrmingum leynilögreglu landsins meðan á ógnarstjórninni stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×