Erlent

Vitni í Litvinenko-málinu ekki við dauðans dyr

Dmitry Kovtun er eitt aðalvitnið í morðrannsókninni á Litvinenko.
Dmitry Kovtun er eitt aðalvitnið í morðrannsókninni á Litvinenko. MYND/AP

Lögfræðingur heldur því fram að Dmitry Kovtun, eitt aðalvitna í morðrannsókn á Alexander Litvinenko, sé ekki í lífshættu og ber til baka fréttir frá því vyrr í dag, af því að hann hafi fallið í dá í dag og sé við dauðans dyr. Andrei Romashov er lögfræðingur annars mikilvægs vitnis í morðrannsókninni og segist hann hafa talað við Kovtun í kvöld.

"Heilsa hans núna er ekkert öðru vísi en þegar breskir og rússneskir rannsóknarlögreglumenn töluðu við hann í gær", sagði Romashov við blaðamann Reuters í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×