Erlent

Leyniskjöl gerð opinber í tengslum við heimildarmynd í Danmörku

MYND/Pjetur

Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að birta leynileg skjöl í tengslum við störf danskra hermanna í Afganistan. Í heimildarmynd sem frumsýnd var á mánudag og nefnist Hið leynilega stríð eru danskir hermenn sakaðir um að hafa afhent bandarískum starfsbræðrum sínum 31 stríðsfanga sem síðan sætti pyntingum af hálfu Bandaríkjamanna.

Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins og meðal annars verið sökuð um að leyna málinu fyrir þinginu. Með því að leggja fram skjölin vill Gade eyða allri tortryggni í málinu.

Auk þessa hefur komið í ljós að núverandi blaðafulltrúi Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, vann rannóknarvinnu í tengslum við heimildarmyndina og til stóð að hann skrifaði bók um málið en af því varð ekki þegar hann gerðist blaðfulltrúi í forsætisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×