Erlent

Írak: 70 látnir og 160 særðir

Að minnsta kosti 70 létust og um 160 særðust í sjálfsmorðssprengingu í Írak í gær. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp við bensínstöð nærri mosku sjíta múslima í borginni Mussayyib, 60 kílómetra suður af Bagdad, höfuðborg Íraks. Þetta er ein versta árás sem gerð hefur verið í landinu frá því Bandaríkjamenn réðust inn fyrir þremur árum en árásum uppreisnarmanna hefur fjölgað mjög að undanförnu og hafa uppreisnarmenn sagt að þeim muni fjölga enn frekar á næstunni, markmiðið sé að komast til valda og Bandaríkjamönnum frá.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×