Erlent

Sjö Írakar myrtir í morgun

Hópur uppreisnarmanna myrti í morgun sjö írakska hermenn nærri höfuðborginni Bagdad. Uppreisnarmennirnir óðu inn í eftirlitsstöð hersins og skutu þar á allt sem fyrir varð. Fimm manns særðust í skotbardögunum sem stóðu í um hálfa klukkustund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×