Erlent

10 látnir eftir bílsprengju

Tíu fórust og fimmtíu eru sárir eftir öfluga sprengingu sem varð í Bagdad fyrr í morgun, skammt frá græna svæðinu sem umlykur höfuðstöðvar bráðabirgðaríkisstjórnar Íraks og aðalstöðvar hersetuliðsins þar. Bíl var ekið upp að einum af hliðunum inn á græna svæðið og hann sprengdur í loft upp inni í þvögu af fólki á leið til vinnu sinnar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×