Mannfall íraskra borgara mikið 28. september 2004 00:01 Ófremdarástand ríkir í Írak nú sem endranær en hernámslið bandamanna freistar þess að uppræta flokk uppreisnarmanna í borginni Fallujah með þungum loftárásum. Árásirnar eiga eflaust eftir að taka sinn toll hjá óbreyttum borgurum en mannfall í þeirra röðum er mikið síðan ráðist var inn í Írak fyrir hálfu öðru ári. Tölum ber ekki saman um hversu margir hafa fallið, í það minnsta tíu þúsund manns liggja í valnum en sumir segja mannfallið mun meira, allt að 37.000 manns. Nada Doumani, talsmaður Alþjóða Rauða krossins í Írak, er áhyggjufull yfir þróun mála í landinu. Hún segir að aukið ofbeldi bitni alltaf verst á óbreyttum borgurum og síðustu árásir geri allt hjálparstarf enn erfiðara. Sjúkrahús eru alls ekki í stakk búin til að mæta frekari áföllum enda eru þau flest illa búin til að sinna mjög slösuðu fólki. Doumani bendir jafnframt á að þar sem að ofbeldið brýst fram á svo marga vegu, þá er enn erfiðara fyrir fólk að búa sig undir árás. Þéttbýlar borgir á borð við Bagdad og Najaf eru oftar en ekki vettvangur ofbeldisins þannig að óbreyttir borgarar eru alltaf í hættu þegar átök brjótast út. Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa verið afar treg til að áætla umfang mannfalls á meðal Íraka. Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, giskaði fyrr á þessu ári að um það bil 10.000 manns hefðu fallið en utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað staðfesta þennan fjölda. Þótt opinberar tölur liggi ekki fyrir í þessum efnum þá hafa sjálfstæðar stofnanir reynt að meta stöðuna. Bresk stofnun sem fylgist sérstaklega með mannfalli í Írak, Iraqi Body Count, telur að 13.000-15.000 Írakar hafi látið lífið síðan í mars 2003. Brookings-stofnunin í Washington áætlar hins vegar að 10.000-27.000 manns hafi dáið í hernaðarátökum svo og árásum glæpamanna. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin sagði frá því fyrir nokkrum vikum að írösku samtökin Kifah hefðu staðhæft að allt að 37.000 saklausir borgarar hefðu fallið fyrstu sex mánuði hernámsins en sú tala hefur verið dregin í efa. Sú staðreynd að engar opinberar tölur liggja fyrir um mannfall óbreyttra borgara í Írak er athyglisverð í ljósi þess hversu nákvæmlega dauðsföll hermanna eru skrásett og mikið fjallað um þau í heimsfréttunum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt hernámsöflin fyrir að hirða ekki um umfang mannfallsins og segja að með því gefi þau til kynna að líf íraskra borgara séu ekki jafnmikils virði og líf hermannanna. Talsmenn þeirra segja nauðsynlegt að rannsaka orsakir dauðsfallanna þannig að sem skýrust mynd fáist. "Getið þið ímyndað ykkur ef bandarísk yfirvöld myndu ekki grafast fyrir um hverjir létu lífið 11. september 2001? Það er algerlega óhugsandi," sagði John Slodoba, forsvarsmaður, Iraqi Body Count, í samtali við BBC á dögunum. Sérfræðingar í alþjóðarétti segja að Genfarsáttmálinn leggi þær skyldur á herðar hernámsríkja að skrásetja mannfall óbreyttra borgara í þeim löndum sem þau leggja undir sig. Ástandið í landinu er augljóslega afar ótryggt. Átök brjótast reglulega út á milli bandarískra hermanna og íraskra uppreisnarmanna þar sem þungavopnum er óhikað beitt. Mannréttindasamtök benda á að Bandaríkjaher víli ekki fyrir sér að varpa svonefndum klasaprengjum á þéttbýl svæði þar sem meintir hryðjuverkamenn hafa aðsetur en slíkar sprengjur fara ekki í manngreinarálit. Ótal Írakar hafa orðið fórnarlömb morðóðra glæpamanna sem engu eira og hryðjuverkamenn hafa jafnframt orðið fjölda fólks að bana í árásum sínum. Samtök á borð við Rauða krossinn reyna hvað þau geta til að hjálpa þeim sem sárt eiga um að binda en takmörk eru fyrir því í hversu mikla hættu starfsfólk þeirra getur lagt sig í. Nokkur slík samtök hafa hreinlega gefist upp eins og þýska hjálparstofnunin Örkin hans Nóa, sem í liðinni viku kallaði heim allt starfsfólk sitt í Írak. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Ófremdarástand ríkir í Írak nú sem endranær en hernámslið bandamanna freistar þess að uppræta flokk uppreisnarmanna í borginni Fallujah með þungum loftárásum. Árásirnar eiga eflaust eftir að taka sinn toll hjá óbreyttum borgurum en mannfall í þeirra röðum er mikið síðan ráðist var inn í Írak fyrir hálfu öðru ári. Tölum ber ekki saman um hversu margir hafa fallið, í það minnsta tíu þúsund manns liggja í valnum en sumir segja mannfallið mun meira, allt að 37.000 manns. Nada Doumani, talsmaður Alþjóða Rauða krossins í Írak, er áhyggjufull yfir þróun mála í landinu. Hún segir að aukið ofbeldi bitni alltaf verst á óbreyttum borgurum og síðustu árásir geri allt hjálparstarf enn erfiðara. Sjúkrahús eru alls ekki í stakk búin til að mæta frekari áföllum enda eru þau flest illa búin til að sinna mjög slösuðu fólki. Doumani bendir jafnframt á að þar sem að ofbeldið brýst fram á svo marga vegu, þá er enn erfiðara fyrir fólk að búa sig undir árás. Þéttbýlar borgir á borð við Bagdad og Najaf eru oftar en ekki vettvangur ofbeldisins þannig að óbreyttir borgarar eru alltaf í hættu þegar átök brjótast út. Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa verið afar treg til að áætla umfang mannfalls á meðal Íraka. Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, giskaði fyrr á þessu ári að um það bil 10.000 manns hefðu fallið en utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað staðfesta þennan fjölda. Þótt opinberar tölur liggi ekki fyrir í þessum efnum þá hafa sjálfstæðar stofnanir reynt að meta stöðuna. Bresk stofnun sem fylgist sérstaklega með mannfalli í Írak, Iraqi Body Count, telur að 13.000-15.000 Írakar hafi látið lífið síðan í mars 2003. Brookings-stofnunin í Washington áætlar hins vegar að 10.000-27.000 manns hafi dáið í hernaðarátökum svo og árásum glæpamanna. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin sagði frá því fyrir nokkrum vikum að írösku samtökin Kifah hefðu staðhæft að allt að 37.000 saklausir borgarar hefðu fallið fyrstu sex mánuði hernámsins en sú tala hefur verið dregin í efa. Sú staðreynd að engar opinberar tölur liggja fyrir um mannfall óbreyttra borgara í Írak er athyglisverð í ljósi þess hversu nákvæmlega dauðsföll hermanna eru skrásett og mikið fjallað um þau í heimsfréttunum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt hernámsöflin fyrir að hirða ekki um umfang mannfallsins og segja að með því gefi þau til kynna að líf íraskra borgara séu ekki jafnmikils virði og líf hermannanna. Talsmenn þeirra segja nauðsynlegt að rannsaka orsakir dauðsfallanna þannig að sem skýrust mynd fáist. "Getið þið ímyndað ykkur ef bandarísk yfirvöld myndu ekki grafast fyrir um hverjir létu lífið 11. september 2001? Það er algerlega óhugsandi," sagði John Slodoba, forsvarsmaður, Iraqi Body Count, í samtali við BBC á dögunum. Sérfræðingar í alþjóðarétti segja að Genfarsáttmálinn leggi þær skyldur á herðar hernámsríkja að skrásetja mannfall óbreyttra borgara í þeim löndum sem þau leggja undir sig. Ástandið í landinu er augljóslega afar ótryggt. Átök brjótast reglulega út á milli bandarískra hermanna og íraskra uppreisnarmanna þar sem þungavopnum er óhikað beitt. Mannréttindasamtök benda á að Bandaríkjaher víli ekki fyrir sér að varpa svonefndum klasaprengjum á þéttbýl svæði þar sem meintir hryðjuverkamenn hafa aðsetur en slíkar sprengjur fara ekki í manngreinarálit. Ótal Írakar hafa orðið fórnarlömb morðóðra glæpamanna sem engu eira og hryðjuverkamenn hafa jafnframt orðið fjölda fólks að bana í árásum sínum. Samtök á borð við Rauða krossinn reyna hvað þau geta til að hjálpa þeim sem sárt eiga um að binda en takmörk eru fyrir því í hversu mikla hættu starfsfólk þeirra getur lagt sig í. Nokkur slík samtök hafa hreinlega gefist upp eins og þýska hjálparstofnunin Örkin hans Nóa, sem í liðinni viku kallaði heim allt starfsfólk sitt í Írak.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira