Erlent

Bandarískur gísl afhöfðaður

Bandarískur gísl írakskra mannræningja var drepinn í nótt. Mannræningjarnir skáru af honum höfuðið og birtu myndband af því á síðu íslamskra öfgamanna. Þeir hótuðu jafnframt að gera slíkt hið sama við tvo aðra gísla sína, yrði ekki orðið við kröfum þeirra innan sólarhrings. Þeir krefjast þess að öllum kvenföngum í Abu Ghrain og Umm Quasar verði sleppt. Bandaríkjamenn þvertaka fyrir að semja við hryðjuverka- og gíslatökumenn og því þykir ólíklegt að tekist geti að bjarga lífi hinna gíslanna. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Myndin er af bandaríska gíslinum Eugene Armstrong sem birt var á íslamskri síðu á dögunum. Talið er að Armstrong sé gíslinn sem var afhöfðaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×