Erlent

Þrjú börn létust í loftárásum

Sautján létust, þar af þrjú börn, í loftárásum Bandaríkjamanna á Fallujah í Írak í gær. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum féll sprengja á hús þar sem hópur uppreisnarmanna hefur haldið til. Herlið Bandaríkjanna í Írak hefur ítrekað haldið uppi loftárásum á Fallujah eða síðan herlið þeirra dró sig til baka frá borginni í apríl. Myndin sýnir rústir húss sem sprengt var í árásunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×