Erlent

Reiðubúnir að gefast upp

Fylgismenn sjíta-klerksins Muqtada al-Sadrs, sem barist hafa við bandaríska og írakska hermenn í Najaf undanfarnar vikur, segjast reiðubúnir að gefast upp og binda þannig enda á hið gífurlega mannfall sem átt hefur sér stað í borginni að undanförnu. Hersetuliðið er nú komið í innan við fjögur hundruð metra fjarlægð frá Imam Ali moskunni þar sem flestir skæruliðanna hafast við. Varnarmálaráðherra Íraks, Hazim al-Shalaan, segir hermennina verða komna að dyrum moskunnar í kvöld. Ráðherrann hvatti fyrr í dag sjíta-múslima í Najaf til að leggja niður vopn, ella yrðu þeir stráfelldir í stórárás síðdegis. Allar tilraunir til þess að fá Muqtada al-Sadr til að gefast upp hingað til hafa mistekist. Hundruð manna hans hafa fallið í bardögunum. Varnarmálaráðherra Íraks sagði í morgun að nú væri komið að úrslitastundinni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×