Erlent

Bardagar geisa áfram í Najaf

Bardagar geisa áfram í Írak eftir loftárásir Bandaríkjamanna á skæruliðasveitir úr röðum sjíta í Najaf í gær. Árásirnar voru gerðar nærri Imam Ali grafhýsinu sem hefur verið á valdi Mehdi-sveita Muqtada al-Sadr. Bandaríkjamenn ætla sér með árásunum að brjóta niður þá andstöðu sem verið hefur í landinu. Sprengjubrot lentu á grafhýsinu og ollu einhverjum skemmdum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×