Erlent

Tilræði við írakska ráðherra

Fjórir lífverðir umhverfismálaráðherra Íraks fórust í sjálfsmorðsárás í morgun. Talið er að um tilræði við ráðherrann hafi verið að ræða en hann slapp ómeiddur. Öflug bílsprengja sprakk um svipað leyti í borginni og er talið að hún hafi verið ætluð menntamálaráðherra landsins. Tveir féllu í árásinni og þrír særðust. Menntamálaráðherra Íraks, Sami al-Mudhaffar, er ómeiddur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×