Erlent

Myndirnar ekki bannaðar

Myndir sem sýna bandaríska hermenn níðast á föngum í herfangelsum í Írak verða ekki bannaðar. Lögmenn hermannanna fóru þó fram á það við frumréttarhöld í Þýskalandi í dag. Þeir vilja heldur ekki að réttað verði yfir skjólstæðingum sínum í Bagdad þar sem ómögulegt sé að finna þar mann sem ekki hafi myndað sér skoðun á málinu. Auk misnotkunar er hermönnunum gefið að sök að hafa ljósmyndað afbrot sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×