Erlent

Árás verður gerð á al-Sadr

Árás verður gerð á harðlínuklerkinn Muqtada al-Sadr og menn hans í Najaf, yfirgefi þeir ekki Iman Ali moskuna þar innan nokkurra stunda. Þetta segja talsmenn írakskra stjórnvalda. Á fréttamannafundi fyrir stundu kom fram að yfirvöld telja að öllum friðsamlegum leiðum til úrlausnar hafi verið beitt og að nú verði al-Sadr að uppfylla þau skilyrði sem hann gekkst inn á í gær. Öðrum kosti sé komið að ögurstundu og dagar hans séu taldir.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×