Erlent

Fimm sprengingar í Najaf

Fimm háværar sprengingar heyrðust skammt frá Iman Ali moskunni í Najaf fyrr í morgun en harðlínuklerkurinn Muqtada al-Sadr samþykkti í gær að hverfa þaðan ásamt fylgismönnum sínum. Sjónarvottar segja að leyniskyttur hafi verið á sveimi á svæðinu. Al-Sadr setti þau skilyrði fyrir brotthvarfi sínu að hersveitir Íraks og Bandaríkjanna í borginni hættu einnig vopnaskaki. Sprengingar og skothríð setja þó spurningarmerki við hversu mikið er að marka yfirlýsingar al-Sadrs um að Mehdi-skæruliðasveitir hans muni leggja niður vopn.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×