Erlent

Segist koma heim bráðlega

Filipeyskur gísl, í Írak, hefur sent fjölskyldu sinni myndbandsspólu af sér, þar sem hann segist koma heim bráðlega. Hann þakkaði jafnframt ríkisstjórn Filipseyja fyrir að hraða brottflutningi hermanna sinna frá Írak. Hryðjuverkamennirnir sem halda filipseyingnum í gíslingu, hótuðu að hálshöggva hann, nema hermennirnir yrðu fluttir heim fyrir tuttugasta þessa mánaðar. Upphaflega stóð til að þeir yrðu fluttir heim tuttugasta næsta mánaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×