Mannfall íraskra borgara mikið 28. september 2004 00:01 Ófremdarástand ríkir í Írak nú sem endranær en hernámslið bandamanna freistar þess að uppræta flokk uppreisnarmanna í borginni Fallujah með þungum loftárásum. Árásirnar eiga eflaust eftir að taka sinn toll hjá óbreyttum borgurum en mannfall í þeirra röðum er mikið síðan ráðist var inn í Írak fyrir hálfu öðru ári. Tölum ber ekki saman um hversu margir hafa fallið, í það minnsta tíu þúsund manns liggja í valnum en sumir segja mannfallið mun meira, allt að 37.000 manns. Nada Doumani, talsmaður Alþjóða Rauða krossins í Írak, er áhyggjufull yfir þróun mála í landinu. Hún segir að aukið ofbeldi bitni alltaf verst á óbreyttum borgurum og síðustu árásir geri allt hjálparstarf enn erfiðara. Sjúkrahús eru alls ekki í stakk búin til að mæta frekari áföllum enda eru þau flest illa búin til að sinna mjög slösuðu fólki. Doumani bendir jafnframt á að þar sem að ofbeldið brýst fram á svo marga vegu, þá er enn erfiðara fyrir fólk að búa sig undir árás. Þéttbýlar borgir á borð við Bagdad og Najaf eru oftar en ekki vettvangur ofbeldisins þannig að óbreyttir borgarar eru alltaf í hættu þegar átök brjótast út. Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa verið afar treg til að áætla umfang mannfalls á meðal Íraka. Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, giskaði fyrr á þessu ári að um það bil 10.000 manns hefðu fallið en utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað staðfesta þennan fjölda. Þótt opinberar tölur liggi ekki fyrir í þessum efnum þá hafa sjálfstæðar stofnanir reynt að meta stöðuna. Bresk stofnun sem fylgist sérstaklega með mannfalli í Írak, Iraqi Body Count, telur að 13.000-15.000 Írakar hafi látið lífið síðan í mars 2003. Brookings-stofnunin í Washington áætlar hins vegar að 10.000-27.000 manns hafi dáið í hernaðarátökum svo og árásum glæpamanna. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin sagði frá því fyrir nokkrum vikum að írösku samtökin Kifah hefðu staðhæft að allt að 37.000 saklausir borgarar hefðu fallið fyrstu sex mánuði hernámsins en sú tala hefur verið dregin í efa. Sú staðreynd að engar opinberar tölur liggja fyrir um mannfall óbreyttra borgara í Írak er athyglisverð í ljósi þess hversu nákvæmlega dauðsföll hermanna eru skrásett og mikið fjallað um þau í heimsfréttunum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt hernámsöflin fyrir að hirða ekki um umfang mannfallsins og segja að með því gefi þau til kynna að líf íraskra borgara séu ekki jafnmikils virði og líf hermannanna. Talsmenn þeirra segja nauðsynlegt að rannsaka orsakir dauðsfallanna þannig að sem skýrust mynd fáist. "Getið þið ímyndað ykkur ef bandarísk yfirvöld myndu ekki grafast fyrir um hverjir létu lífið 11. september 2001? Það er algerlega óhugsandi," sagði John Slodoba, forsvarsmaður, Iraqi Body Count, í samtali við BBC á dögunum. Sérfræðingar í alþjóðarétti segja að Genfarsáttmálinn leggi þær skyldur á herðar hernámsríkja að skrásetja mannfall óbreyttra borgara í þeim löndum sem þau leggja undir sig. Ástandið í landinu er augljóslega afar ótryggt. Átök brjótast reglulega út á milli bandarískra hermanna og íraskra uppreisnarmanna þar sem þungavopnum er óhikað beitt. Mannréttindasamtök benda á að Bandaríkjaher víli ekki fyrir sér að varpa svonefndum klasaprengjum á þéttbýl svæði þar sem meintir hryðjuverkamenn hafa aðsetur en slíkar sprengjur fara ekki í manngreinarálit. Ótal Írakar hafa orðið fórnarlömb morðóðra glæpamanna sem engu eira og hryðjuverkamenn hafa jafnframt orðið fjölda fólks að bana í árásum sínum. Samtök á borð við Rauða krossinn reyna hvað þau geta til að hjálpa þeim sem sárt eiga um að binda en takmörk eru fyrir því í hversu mikla hættu starfsfólk þeirra getur lagt sig í. Nokkur slík samtök hafa hreinlega gefist upp eins og þýska hjálparstofnunin Örkin hans Nóa, sem í liðinni viku kallaði heim allt starfsfólk sitt í Írak. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
Ófremdarástand ríkir í Írak nú sem endranær en hernámslið bandamanna freistar þess að uppræta flokk uppreisnarmanna í borginni Fallujah með þungum loftárásum. Árásirnar eiga eflaust eftir að taka sinn toll hjá óbreyttum borgurum en mannfall í þeirra röðum er mikið síðan ráðist var inn í Írak fyrir hálfu öðru ári. Tölum ber ekki saman um hversu margir hafa fallið, í það minnsta tíu þúsund manns liggja í valnum en sumir segja mannfallið mun meira, allt að 37.000 manns. Nada Doumani, talsmaður Alþjóða Rauða krossins í Írak, er áhyggjufull yfir þróun mála í landinu. Hún segir að aukið ofbeldi bitni alltaf verst á óbreyttum borgurum og síðustu árásir geri allt hjálparstarf enn erfiðara. Sjúkrahús eru alls ekki í stakk búin til að mæta frekari áföllum enda eru þau flest illa búin til að sinna mjög slösuðu fólki. Doumani bendir jafnframt á að þar sem að ofbeldið brýst fram á svo marga vegu, þá er enn erfiðara fyrir fólk að búa sig undir árás. Þéttbýlar borgir á borð við Bagdad og Najaf eru oftar en ekki vettvangur ofbeldisins þannig að óbreyttir borgarar eru alltaf í hættu þegar átök brjótast út. Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa verið afar treg til að áætla umfang mannfalls á meðal Íraka. Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, giskaði fyrr á þessu ári að um það bil 10.000 manns hefðu fallið en utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað staðfesta þennan fjölda. Þótt opinberar tölur liggi ekki fyrir í þessum efnum þá hafa sjálfstæðar stofnanir reynt að meta stöðuna. Bresk stofnun sem fylgist sérstaklega með mannfalli í Írak, Iraqi Body Count, telur að 13.000-15.000 Írakar hafi látið lífið síðan í mars 2003. Brookings-stofnunin í Washington áætlar hins vegar að 10.000-27.000 manns hafi dáið í hernaðarátökum svo og árásum glæpamanna. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin sagði frá því fyrir nokkrum vikum að írösku samtökin Kifah hefðu staðhæft að allt að 37.000 saklausir borgarar hefðu fallið fyrstu sex mánuði hernámsins en sú tala hefur verið dregin í efa. Sú staðreynd að engar opinberar tölur liggja fyrir um mannfall óbreyttra borgara í Írak er athyglisverð í ljósi þess hversu nákvæmlega dauðsföll hermanna eru skrásett og mikið fjallað um þau í heimsfréttunum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt hernámsöflin fyrir að hirða ekki um umfang mannfallsins og segja að með því gefi þau til kynna að líf íraskra borgara séu ekki jafnmikils virði og líf hermannanna. Talsmenn þeirra segja nauðsynlegt að rannsaka orsakir dauðsfallanna þannig að sem skýrust mynd fáist. "Getið þið ímyndað ykkur ef bandarísk yfirvöld myndu ekki grafast fyrir um hverjir létu lífið 11. september 2001? Það er algerlega óhugsandi," sagði John Slodoba, forsvarsmaður, Iraqi Body Count, í samtali við BBC á dögunum. Sérfræðingar í alþjóðarétti segja að Genfarsáttmálinn leggi þær skyldur á herðar hernámsríkja að skrásetja mannfall óbreyttra borgara í þeim löndum sem þau leggja undir sig. Ástandið í landinu er augljóslega afar ótryggt. Átök brjótast reglulega út á milli bandarískra hermanna og íraskra uppreisnarmanna þar sem þungavopnum er óhikað beitt. Mannréttindasamtök benda á að Bandaríkjaher víli ekki fyrir sér að varpa svonefndum klasaprengjum á þéttbýl svæði þar sem meintir hryðjuverkamenn hafa aðsetur en slíkar sprengjur fara ekki í manngreinarálit. Ótal Írakar hafa orðið fórnarlömb morðóðra glæpamanna sem engu eira og hryðjuverkamenn hafa jafnframt orðið fjölda fólks að bana í árásum sínum. Samtök á borð við Rauða krossinn reyna hvað þau geta til að hjálpa þeim sem sárt eiga um að binda en takmörk eru fyrir því í hversu mikla hættu starfsfólk þeirra getur lagt sig í. Nokkur slík samtök hafa hreinlega gefist upp eins og þýska hjálparstofnunin Örkin hans Nóa, sem í liðinni viku kallaði heim allt starfsfólk sitt í Írak.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira