Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2019 11:23 Frá fréttamannafundi rannsakenda og saksóknara í Nieuwegein í Hollandi í morgun. EPA Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu fyrir fimm árum. Greint var frá ákærunum í morgun og sagt að réttarhöld muni hefjast í Hollandi í mars á næsta ári. Alls voru 298 manns um borð í vélinni þegar henni var grandað þann 17. júlí 2014 og komst enginn lífs af. 196 hinna látnu voru hollenskir ríkisborgarar og 38 ástralskir, en skotið var á vélina á landsvæði sem var undir stjórn aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Fyrir rúmu ári síðan greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu. Olena Zerkal, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, segir að í hópi fjórmenninganna eru háttsettir menn innan rússneska hersins. Í frétt Moscow Times segir að mennirnir sem um ræðir séu þeir Igor Girkin, Sergei Dubinsky og Oleg Pulatov, allt rússneskir ríkisborgarar, auk Úkraínumannsins Leonid Kharchenk.Alls fórust 298 manns þegar MH17 var grandað.APStjórnvöld í Hollandi og Ástralíu hafa sakað rússnesk stjórnvöld um aðild að tilræðinu, en Rússar hafa hins vegar hafnað ásökunum. BBC hefur eftir Dmitri Peskov, talsmanni Rússlandsstjórnar, að Rússum hafi ekki verið gefið færi á að taka þátt í rannsókninni. Aðspurður um hvort að Rússar myndu framselja einhverja hinna grunuðu, sagði Peskov að „afstaða Rússa væri vel þekkt“ þó að hann hafi ekki viljað útskýra málið nánar. Talsmaður hollenskra yfirvalda segir að líklegt sé að réttað verði yfir mönnunum í fjarveru þeirra (in absentia). Ástralía Holland Malasía MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu fyrir fimm árum. Greint var frá ákærunum í morgun og sagt að réttarhöld muni hefjast í Hollandi í mars á næsta ári. Alls voru 298 manns um borð í vélinni þegar henni var grandað þann 17. júlí 2014 og komst enginn lífs af. 196 hinna látnu voru hollenskir ríkisborgarar og 38 ástralskir, en skotið var á vélina á landsvæði sem var undir stjórn aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Fyrir rúmu ári síðan greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu. Olena Zerkal, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, segir að í hópi fjórmenninganna eru háttsettir menn innan rússneska hersins. Í frétt Moscow Times segir að mennirnir sem um ræðir séu þeir Igor Girkin, Sergei Dubinsky og Oleg Pulatov, allt rússneskir ríkisborgarar, auk Úkraínumannsins Leonid Kharchenk.Alls fórust 298 manns þegar MH17 var grandað.APStjórnvöld í Hollandi og Ástralíu hafa sakað rússnesk stjórnvöld um aðild að tilræðinu, en Rússar hafa hins vegar hafnað ásökunum. BBC hefur eftir Dmitri Peskov, talsmanni Rússlandsstjórnar, að Rússum hafi ekki verið gefið færi á að taka þátt í rannsókninni. Aðspurður um hvort að Rússar myndu framselja einhverja hinna grunuðu, sagði Peskov að „afstaða Rússa væri vel þekkt“ þó að hann hafi ekki viljað útskýra málið nánar. Talsmaður hollenskra yfirvalda segir að líklegt sé að réttað verði yfir mönnunum í fjarveru þeirra (in absentia).
Ástralía Holland Malasía MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51
MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10