Íslenski boltinn

Jóhannes Karl tekur við KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhannes Karl hefur áður stýrt kvennaliðum Stjörnunnar, Breiðabliks og HK/Víkings.
Jóhannes Karl hefur áður stýrt kvennaliðum Stjörnunnar, Breiðabliks og HK/Víkings. vísir/valli
Jóhannes Karl Sigursteinsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Jóhannes tekur við KR af Rögnu Lóu Stefánsdóttur sem hefur stýrt liðinu síðan Bojana Besic sagði upp störfum.

KR hefur unnið tvo leiki í röð og er í 5. sæti Pepsi Max-deildar kvenna. Þá er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem það mætir Þór/KA á laugardaginn.

Jóhannes þekkir vel til hjá KR en hann þjálfaði hjá félaginu á árunum 2002-03. Hann var m.a. aðstoðarþjálfari kvennaliðs KR þegar það varð Íslandsmeistari 2003.

Jóhannes hefur einnig þjálfað kvennalið Stjörnunnar, Breiðabliks og HK/Víkings. Hann hætti hjá HK/Víkingi eftir að hafa komið liðinu upp úr Pepsi-deildina 2017.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×