Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. ágúst 2017 19:22 Gylfi Þór Sigurðsson. vísir/getty Everton og Swansea hafa gengið frá samkomulagi um kaupverð á Gylfa Þór Sigurðssyni. Hann gengst undir læknisskoðun hjá Everton í fyrramálið. Þetta herma heimildir Vísis. Gylfi hefur verið undir smásjá Everton síðustu vikur og mánuði en Swansea hefur nú þegar hafnað tveimur tilboðum frá Everton í íslenska landsliðsmanninn. Aðilar hafa hins vegar rætt saman í vikunni og komust að samkomulagi um kaupverð í kvöld. Samkvæmt heimildum Vísis nemur kaupverðið rúmum 40 milljónum punda. Everton greiðir langstærstan hluta kaupverðsins strax en afganginn þegar Gylfi uppfyllir ákveðin samningsatriði. Ljóst er að Gylfi verður með þessu langdýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar. Hann er 27 ára og á að baki 50 leiki með íslenska landsliðinu og hefur skorað í þeim fimmtán mörk. Gylfi Þór er lykilmaður í íslenska landsliðinu sem fór í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi og er á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018 ásamt Króatíu. Everton ætlar sér stóra hluti á leiktíðinni en liðið hefur styrkt leikmannahóp sinn mikið í sumar, þrátt fyrir að hafa selt framherjann Romelu Lukaku til Manchester United. Wayne Rooney sneri aftur til Everton, uppeldisfélagsins, og félagið festi einnig kaup á Davy Klaassen, Michael Keane, Sandro Ramirez og Henry Onyekuru. Everton vann um helgina Stoke, 1-0, í fyrstu umferð nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði sigurmark liðsins. Gylfi hóf atvinnumannaferilinn hjá Reading en hefur einnig leikið með Hoffenheim og Tottenham, auk þess sem hann á láni hjá Shrewsbury og Crewe snemma á ferlinum. Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 Gylfi sagður vera kominn með annan fótinn til Everton Everton og Swansea eru sögð vera svo gott sem búin að ná samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni. 15. ágúst 2017 11:21 Gylfi spilar ekki með Swansea um helgina | Clement býst við því að hann fari Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur nú gefið það út opinberlega að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki í leikmannahóp liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. 10. ágúst 2017 13:00 Ronald Koeman um Gylfa: Við erum ekki að flýta okkur Bæði knattspyrnustjóri Swansea City, Paul Clement, og knattspyrnustjóri Everton, Ronald Koeman, tjáðu sig í dag um stöðuna á viðræðum Everton og Swansea um kaup á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. 10. ágúst 2017 13:26 Clement: Félagið í limbói út af Gylfa Segir að staðan sem upp sé komin sé pirrandi. 11. ágúst 2017 07:30 Clement segir félögin nálægt samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, var spurður um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea, eftir 0-0 jafntefli gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 12. ágúst 2017 17:15 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Everton og Swansea hafa gengið frá samkomulagi um kaupverð á Gylfa Þór Sigurðssyni. Hann gengst undir læknisskoðun hjá Everton í fyrramálið. Þetta herma heimildir Vísis. Gylfi hefur verið undir smásjá Everton síðustu vikur og mánuði en Swansea hefur nú þegar hafnað tveimur tilboðum frá Everton í íslenska landsliðsmanninn. Aðilar hafa hins vegar rætt saman í vikunni og komust að samkomulagi um kaupverð í kvöld. Samkvæmt heimildum Vísis nemur kaupverðið rúmum 40 milljónum punda. Everton greiðir langstærstan hluta kaupverðsins strax en afganginn þegar Gylfi uppfyllir ákveðin samningsatriði. Ljóst er að Gylfi verður með þessu langdýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar. Hann er 27 ára og á að baki 50 leiki með íslenska landsliðinu og hefur skorað í þeim fimmtán mörk. Gylfi Þór er lykilmaður í íslenska landsliðinu sem fór í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi og er á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018 ásamt Króatíu. Everton ætlar sér stóra hluti á leiktíðinni en liðið hefur styrkt leikmannahóp sinn mikið í sumar, þrátt fyrir að hafa selt framherjann Romelu Lukaku til Manchester United. Wayne Rooney sneri aftur til Everton, uppeldisfélagsins, og félagið festi einnig kaup á Davy Klaassen, Michael Keane, Sandro Ramirez og Henry Onyekuru. Everton vann um helgina Stoke, 1-0, í fyrstu umferð nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði sigurmark liðsins. Gylfi hóf atvinnumannaferilinn hjá Reading en hefur einnig leikið með Hoffenheim og Tottenham, auk þess sem hann á láni hjá Shrewsbury og Crewe snemma á ferlinum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 Gylfi sagður vera kominn með annan fótinn til Everton Everton og Swansea eru sögð vera svo gott sem búin að ná samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni. 15. ágúst 2017 11:21 Gylfi spilar ekki með Swansea um helgina | Clement býst við því að hann fari Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur nú gefið það út opinberlega að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki í leikmannahóp liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. 10. ágúst 2017 13:00 Ronald Koeman um Gylfa: Við erum ekki að flýta okkur Bæði knattspyrnustjóri Swansea City, Paul Clement, og knattspyrnustjóri Everton, Ronald Koeman, tjáðu sig í dag um stöðuna á viðræðum Everton og Swansea um kaup á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. 10. ágúst 2017 13:26 Clement: Félagið í limbói út af Gylfa Segir að staðan sem upp sé komin sé pirrandi. 11. ágúst 2017 07:30 Clement segir félögin nálægt samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, var spurður um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea, eftir 0-0 jafntefli gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 12. ágúst 2017 17:15 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00
Gylfi sagður vera kominn með annan fótinn til Everton Everton og Swansea eru sögð vera svo gott sem búin að ná samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni. 15. ágúst 2017 11:21
Gylfi spilar ekki með Swansea um helgina | Clement býst við því að hann fari Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur nú gefið það út opinberlega að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki í leikmannahóp liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. 10. ágúst 2017 13:00
Ronald Koeman um Gylfa: Við erum ekki að flýta okkur Bæði knattspyrnustjóri Swansea City, Paul Clement, og knattspyrnustjóri Everton, Ronald Koeman, tjáðu sig í dag um stöðuna á viðræðum Everton og Swansea um kaup á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. 10. ágúst 2017 13:26
Clement: Félagið í limbói út af Gylfa Segir að staðan sem upp sé komin sé pirrandi. 11. ágúst 2017 07:30
Clement segir félögin nálægt samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, var spurður um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea, eftir 0-0 jafntefli gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 12. ágúst 2017 17:15