Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. ágúst 2017 19:22 Gylfi Þór Sigurðsson. vísir/getty Everton og Swansea hafa gengið frá samkomulagi um kaupverð á Gylfa Þór Sigurðssyni. Hann gengst undir læknisskoðun hjá Everton í fyrramálið. Þetta herma heimildir Vísis. Gylfi hefur verið undir smásjá Everton síðustu vikur og mánuði en Swansea hefur nú þegar hafnað tveimur tilboðum frá Everton í íslenska landsliðsmanninn. Aðilar hafa hins vegar rætt saman í vikunni og komust að samkomulagi um kaupverð í kvöld. Samkvæmt heimildum Vísis nemur kaupverðið rúmum 40 milljónum punda. Everton greiðir langstærstan hluta kaupverðsins strax en afganginn þegar Gylfi uppfyllir ákveðin samningsatriði. Ljóst er að Gylfi verður með þessu langdýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar. Hann er 27 ára og á að baki 50 leiki með íslenska landsliðinu og hefur skorað í þeim fimmtán mörk. Gylfi Þór er lykilmaður í íslenska landsliðinu sem fór í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi og er á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018 ásamt Króatíu. Everton ætlar sér stóra hluti á leiktíðinni en liðið hefur styrkt leikmannahóp sinn mikið í sumar, þrátt fyrir að hafa selt framherjann Romelu Lukaku til Manchester United. Wayne Rooney sneri aftur til Everton, uppeldisfélagsins, og félagið festi einnig kaup á Davy Klaassen, Michael Keane, Sandro Ramirez og Henry Onyekuru. Everton vann um helgina Stoke, 1-0, í fyrstu umferð nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði sigurmark liðsins. Gylfi hóf atvinnumannaferilinn hjá Reading en hefur einnig leikið með Hoffenheim og Tottenham, auk þess sem hann á láni hjá Shrewsbury og Crewe snemma á ferlinum. Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 Gylfi sagður vera kominn með annan fótinn til Everton Everton og Swansea eru sögð vera svo gott sem búin að ná samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni. 15. ágúst 2017 11:21 Gylfi spilar ekki með Swansea um helgina | Clement býst við því að hann fari Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur nú gefið það út opinberlega að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki í leikmannahóp liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. 10. ágúst 2017 13:00 Ronald Koeman um Gylfa: Við erum ekki að flýta okkur Bæði knattspyrnustjóri Swansea City, Paul Clement, og knattspyrnustjóri Everton, Ronald Koeman, tjáðu sig í dag um stöðuna á viðræðum Everton og Swansea um kaup á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. 10. ágúst 2017 13:26 Clement: Félagið í limbói út af Gylfa Segir að staðan sem upp sé komin sé pirrandi. 11. ágúst 2017 07:30 Clement segir félögin nálægt samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, var spurður um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea, eftir 0-0 jafntefli gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 12. ágúst 2017 17:15 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Everton og Swansea hafa gengið frá samkomulagi um kaupverð á Gylfa Þór Sigurðssyni. Hann gengst undir læknisskoðun hjá Everton í fyrramálið. Þetta herma heimildir Vísis. Gylfi hefur verið undir smásjá Everton síðustu vikur og mánuði en Swansea hefur nú þegar hafnað tveimur tilboðum frá Everton í íslenska landsliðsmanninn. Aðilar hafa hins vegar rætt saman í vikunni og komust að samkomulagi um kaupverð í kvöld. Samkvæmt heimildum Vísis nemur kaupverðið rúmum 40 milljónum punda. Everton greiðir langstærstan hluta kaupverðsins strax en afganginn þegar Gylfi uppfyllir ákveðin samningsatriði. Ljóst er að Gylfi verður með þessu langdýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar. Hann er 27 ára og á að baki 50 leiki með íslenska landsliðinu og hefur skorað í þeim fimmtán mörk. Gylfi Þór er lykilmaður í íslenska landsliðinu sem fór í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi og er á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018 ásamt Króatíu. Everton ætlar sér stóra hluti á leiktíðinni en liðið hefur styrkt leikmannahóp sinn mikið í sumar, þrátt fyrir að hafa selt framherjann Romelu Lukaku til Manchester United. Wayne Rooney sneri aftur til Everton, uppeldisfélagsins, og félagið festi einnig kaup á Davy Klaassen, Michael Keane, Sandro Ramirez og Henry Onyekuru. Everton vann um helgina Stoke, 1-0, í fyrstu umferð nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði sigurmark liðsins. Gylfi hóf atvinnumannaferilinn hjá Reading en hefur einnig leikið með Hoffenheim og Tottenham, auk þess sem hann á láni hjá Shrewsbury og Crewe snemma á ferlinum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 Gylfi sagður vera kominn með annan fótinn til Everton Everton og Swansea eru sögð vera svo gott sem búin að ná samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni. 15. ágúst 2017 11:21 Gylfi spilar ekki með Swansea um helgina | Clement býst við því að hann fari Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur nú gefið það út opinberlega að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki í leikmannahóp liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. 10. ágúst 2017 13:00 Ronald Koeman um Gylfa: Við erum ekki að flýta okkur Bæði knattspyrnustjóri Swansea City, Paul Clement, og knattspyrnustjóri Everton, Ronald Koeman, tjáðu sig í dag um stöðuna á viðræðum Everton og Swansea um kaup á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. 10. ágúst 2017 13:26 Clement: Félagið í limbói út af Gylfa Segir að staðan sem upp sé komin sé pirrandi. 11. ágúst 2017 07:30 Clement segir félögin nálægt samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, var spurður um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea, eftir 0-0 jafntefli gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 12. ágúst 2017 17:15 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00
Gylfi sagður vera kominn með annan fótinn til Everton Everton og Swansea eru sögð vera svo gott sem búin að ná samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni. 15. ágúst 2017 11:21
Gylfi spilar ekki með Swansea um helgina | Clement býst við því að hann fari Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur nú gefið það út opinberlega að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki í leikmannahóp liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. 10. ágúst 2017 13:00
Ronald Koeman um Gylfa: Við erum ekki að flýta okkur Bæði knattspyrnustjóri Swansea City, Paul Clement, og knattspyrnustjóri Everton, Ronald Koeman, tjáðu sig í dag um stöðuna á viðræðum Everton og Swansea um kaup á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. 10. ágúst 2017 13:26
Clement: Félagið í limbói út af Gylfa Segir að staðan sem upp sé komin sé pirrandi. 11. ágúst 2017 07:30
Clement segir félögin nálægt samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, var spurður um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea, eftir 0-0 jafntefli gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 12. ágúst 2017 17:15