Árborg

Handtekinn eftir 130 tilefnislaus símtöl í Neyðarlínuna
Lögreglan á Suðurlandi handtók á laugardag einstakling sem hafði hringt 130 sinnum í Neyðarlínuna frá morgni til hádegis án ástæðu. Viðkomandi var handtekinn á hosteli á Selfossi þar sem hann dvaldi, en þar brást hann ókvæða við og hrækti á lögreglumenn.

Á annað þúsund íbúðir í byggingu á Selfossi
Á annað þúsund íbúðir eru nú í byggingu eða verða byggðar á Selfossi á næstu mánuðum enda hefur krafturinn sjaldan eða aldrei verið eins mikill og nú í byggingaframkvæmdum á staðnum. Þá er mikil eftirvænting eftir nýjum miðbæ, sem er nú í byggingu á móts við Ölfusárbrú.

Tilhlökkun fyrir nýju fjölnota íþróttahúsi á Selfossi
Mikil tilhlökkun er hjá íbúum á Selfossi fyrir opnun fjölnota íþróttahúss, sem tekið verður í notkun í sumar. Húsið, sem er sex þúsund og fimm hundruð fermetrar mun gjörbreyta allri íþróttaaðstöðu í bænum.

Óttast að fuglaflensa berist til Íslands
Dýralæknir hjá Matvælastofnun óttast mikla útbreiðslu fuglaflensu í Evrópu og að flensan gæti borist til Íslands um leið og farfuglarnir fara að skila sér aftur til landsins. Fuglaeigendur eru því beðnir um að gera ráðstafanir til að verja fugla sína fyrir smiti frá villtum fuglum með því að viðhafa góðum smitvörnum og forðast að hafa nokkuð í umhverfi fuglahúsa sem laðar að villta fugla.

Amma og afi Liverpool-aðdáanda 104 milljónum króna ríkari
Hjón á Selfossi sem keyptu lottómiða í Krambúðinni á Selfossi eru 104 milljónum króna ríkari. Þau unnu sexfaldan vinning í Lottóinu á öðrum degi jóla. Potturinn fór óskiptur til hjónanna.

Fyrsti kvenkyns járningamaðurinn á Íslandi
Fyrsti kvenkyns járningamaðurinn á Íslandi hefur meira en nóg að gera en hún járnar að jafnaði átta hesta á dag. Konan, sem er frá Svíþjóð segist vera heilluð af íslenska hestinum.

Nóg að gera hjá björgunarsveitum á síðasta degi 2020
Björgunarsveitir voru kallaðar þrisvar út á síðasta degi ársins 2020, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.

Pökkuðu saman í rafmagnsleysinu og fluttu jólin yfir til tengdó
Rafmagnslaust varð á allra versta tíma í nýju hverfi á Selfossi eða að kvöldi aðfangadags. Jólamaturinn fór fyrir lítið.

Glæsilegt jólaþorp á Selfossi og sextíu Múmínbollar
Margir setja upp jólaþorp inni hjá sér yfir hátíðirnar en stærð þeirra getur verið æði mismunandi. Á Selfossi er eitt risa jólaþorp sem móðirin á heimilinu og yngsta barnið sjá alltaf um að setja upp. Húsmóðirin á einnig sextíu Múmínbolla.

100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar
Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók.

Fjórtán ára Selfyssingur fundin heil á húfi
Fjórtán ára gömul stelpa sem leitað var að á Selfossi í dag er fundin. Frá þessu greindi Lögreglan á Suðurlandi frá á Facebook-síðu sinni.

Óku utan í bíl manns eftir vítaverðan akstur á Hellisheiði
Lögreglan á Suðurlandi greip til þess ráðs að aka utan í bíl karlmanns sem hafði ekið á vítaverðan hátt á Suðurlandsvegi frá höfuðborginni til Selfoss. Enginn slasaðist í aðgerðum lögreglu en ökumaðurinn var handtekinn.

Fluguhnýtingarkassar smíðaðir af föngum
Fluguhnýtingar kassar smíðaðir af föngum á Litla Hrauni renna út eins og heitar lummur til veiðimanna, sem þurfa að geyma flugurnar sínum á góðum stað. Efni úr gömlu varðstjóraborði á Litla Hrauni er meðal annars notað í kassana.

Yfirmaður heilbrigðiseftirlitsins beint í vinnuna eftir Covid-19 sýnatöku
Sigrún Guðmunsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins á Suðurlands, fór í sýnatöku vegna Covid-19 í gær. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þegar sýnatöku var lokið sneri hún aftur á skrifstofuna til vinnu. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Skjálfti við Ingólfsfjall
Jarðskjálfti að stærð 2,7 varð skammt norður af Ingólfsfjalli í dag.

Starfsmenn Hótel Selfoss „gengu, hjóluðu og hlupu“ til Austurríkis
Starfsmenn Hótel Selfoss sitja ekki með hendur í skauti og bíða eftir því að heimsfaraldrinum ljúki því þeir hafa nýtt tímann til að hreyfa sig og efla starfsandann. Það gerðu þeir með því að ganga, hjóla og hlaupa þrjú þúsund kílómetra í nóvember, eða vegalengdina sem samsvarar því að komast í árlega skíðaferð hópsins til Austurríkis.

Ánamaðkaverksmiðja í Árborg
Ein milljón ánamaðka frá Austurríki verða fluttir inn til landsins á nýju ári en ánamaðkarnir munu fara til starfa í Árborg við framleiðslu á áburði úr lífrænum úrgangi á bænum Borg.

Fór niður um vök í grennd við Selfoss
Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna slyss sem varð fyrir utan Selfoss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll manneskja niður um vök.

Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir
Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag.

80 milljóna króna gjaldþrot Guðna bakara
Skiptum í þrotabú Guðna bakara sem starfrækt var um árabil við Austurveg á Selfossi er lokið. Samtals var tæplega 80 milljóna kröfum lýst í búið að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.