Reykjavík Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Strætó hefur óskað eftir því að Reykjavíkurborg og Kópavogur hefji undirbúning að byggingu strætóvegar milli Stjörnugrófar og Fossvogsbrúnar. Í minnisblaði sem var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni kemur fram að samhliða breytingunum þurfi að setja upp hlið til að stöðva aðra umferð og tvær nýjar stoppistöðvar, við Víkina og Fossvogsbrún. Innlent 14.10.2025 06:45 „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna skora á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi til að koma í veg fyrir frekari slys á dýrum. Hundur sem slapp af svæðinu dó þegar hann varð fyrir bíl á Miklubraut í morgun, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist að sögn sjálfboðaliða hjá samtökunum. Innlent 13.10.2025 20:05 Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði einstaklingi á brott sem hafði komið sér fyrir í gámi og fannst þar sofandi miðsvæðis í Reykjavík í dag. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna viðkomandi hafi lagst þar til hvílu eða hvert hann hélt eftir að lögregla vísaði viðkomandi á brott. Þá hefur einn verið vistaður í fangaklefa í dag eftir að veitast að starfsmanni verslunar í borginni. Innlent 13.10.2025 17:41 Skemmtilegri borg Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af fjölskylduperlum Laugardalsins ásamt Laugardalslaug, Grasagarði og íþróttamannvirkjum þar sem öflug félög eins og Þróttur, Ármann, TBR og Skautafélag Reykjavíkur halda uppi fjölbreyttri starfsemi við börn og fjölskyldur. Skoðun 13.10.2025 16:32 Vesturport fær lóð í Gufunesi Leiklistarhópurinn Vesturport hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Gufunesi og hyggst byggja upp starfsemi sína þar. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár lagt áherslu á að laða að kvikmyndafyrirtæki að svæðinu. Bíó og sjónvarp 13.10.2025 15:16 Enn vesen í Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg hefur, í samráði við starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins, tekið ákvörðun um að loka laugarkari Vesturbæjarlaugar tímabundið á meðan unnið er að lausn á flögnun á málningu. Fólk getur því ekki synt en þó notað heitu pottana, þann kalda og gufuböð. Innlent 13.10.2025 14:49 Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Við lagningu Sundabrautar eru brúarkostir töluvert hagkvæmari í framkvæmd og rekstri en göng og uppfylla markmið framkvæmdarinnar betur. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýútkominni umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg standa samanlagt að sex kynningarfundum vegna verkefnisins næstu vikurnar. Innlent 13.10.2025 14:29 „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni borgarfulltrúa á rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins vera ósanngjarna. Borgarfulltrúi segir illa farið með almannafé en formaður ráðsins bendir á að um þjónustu við borgarbúa sé að ræða. Innlent 13.10.2025 13:45 Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu. Innlent 13.10.2025 12:15 Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Reykjavíkurborg kynnti nýlega hugmyndir um svokallað „nýtt Reykjavíkurmódel“ í leikskólamálum. Síðan þá hefur mikið verið rætt og ritað um málið – og ekki að ástæðulausu. Skoðun 13.10.2025 11:33 Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúasamtaka segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna. Innlent 12.10.2025 16:01 Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavík hafi ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins. Bein framlög Reykvíkinga til rekstursins hafi numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin að núvirði, og það geti ekki talist góð nýting fjármuna borgarbúa að reksturinn sé með svo miklum halla. Innlent 12.10.2025 14:54 Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Bein framlög borgarbúa til reksturs Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin, núvirt. Núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefnir í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Það getur ekki þótt góð nýting fjármuna borgarbúa að rekstur garðsins sé með svo miklum halla að það hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert. Skoðun 12.10.2025 13:30 Líkamsárás við skemmtistað Tilkynnt var um líkamsárás fyrir utan skemmtistað í nótt. Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Innlent 12.10.2025 07:47 „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. Innlent 11.10.2025 19:09 Mætti með hníf í sund og var vísað út Manni var vísað út úr sundhöll fyrr í dag og á daginn kom að hann var með hníf í fórum sínum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus að skýrslutöku lokinni. Innlent 11.10.2025 18:31 Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sverrir Einar Eiríksson eigandi B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðina Bankastræti Club og B5, segist ætla í skaðabótamál við ríkið vegna tjóns og misréttis sem hann segir sig og staðinn hafa orðið fyrir vegna ítrekaðs áreitis lögreglu meðan hann starfaði. Hann segir gjaldþrot B5 beina afleiðingu fordæmalauss eineltis eins lögreglumanns á hendur honum og staðnum og afskiptaleysis yfirmanna lögreglumannsins. Innlent 11.10.2025 17:04 Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Lögregla vísaði manni út af bókasafni í dag en sá var að neyta áfengis á salerni þar innandyra sem, að sögn lögreglu, „samræmist ekki góðum bókasafnsháttum.“ Innlent 10.10.2025 18:02 Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir leiðbeiningaskjal um barnaafmæli sem finna má á heimasíðu borgarinnar ekki gert til að stýra því hvernig foreldrar halda afmælisveislur. Það hafi verið ákall um viðmið sem léttu undir með foreldrum og tryggðu að afmælisveislur væru ekki útilokandi. Innlent 10.10.2025 17:31 Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Ekkert fékkst upp í kröfur í bú félagsins B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðinn Bankastræti club og síðar staðinn B5 á árunum 2021 til 2024. Lýstar kröfur námu rétt tæplega 101 milljón króna. Viðskipti innlent 10.10.2025 13:29 Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Engey fasteignafélag, sem er í eigu mæðginanna Elísabetar Agnarsdóttur og Viktors Hagalín, meðeigenda ferðaskrifstofunnar Tripical, hefur fest kaup á glæsilegri hæð við Nesveg. Kaupverðið nam 117,9 milljónum króna. Lífið 10.10.2025 09:15 Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Kynningarfundur borgarstjóra um athafnaborgina - atvinnulíf og uppbyggingu innviða hefst klukkan 9 og stendur í hálfa aðra klukkustund. Fundinum er streymt hér að neðan. Innlent 10.10.2025 08:32 Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Sama dag og Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, kynnti niðurstöður nýrrar rannsóknar um Kópavogsmódelið í leikskólamálum steig Reykjavíkurborg fram með tillögur sem byggja á sömu hugmyndafræði. Í henni felst að takast skuli á við áskoranir leikskólanna með því að fækka dvalarstundum barna og það skuli gert með verðstýringu. Skoðun 10.10.2025 08:01 Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Velunnarar Árbæjarkirkju safna nú fyrir lyftu í nýja viðbyggingu við safnaðarheimili kirkjunnar. Lyftustokkurinn er tómur sem stendur og hefur meðal annars verið ráðist í sketsagerð til að safna fyrir lyftunni. Lífið 9.10.2025 21:00 Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Helsta slagorð Strætó bs., sem prentað er stórum stöfum á vagna fyrirtækisins, er BESTA LEIÐIN. Eftir að hafa notað strætó markvisst í tuttugu ár get ég að mestu tekið undir þá staðhæfingu enda er einfalt og gott að fara um öngþveiti umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með tónlist í eyrum eða bók í hönd – og að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að finna eða borga fyrir bílastæði. Skoðun 9.10.2025 20:02 Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Bílastæðamál eru meðal fyrirferðarmestu málaflokkanna sem rata inn á borð Neytendastofu. Forstjóri stofnunarinnar teldi það til bóta ef skýrar reglur væru til um gjaldskyld stæði. Neytendur 9.10.2025 17:54 Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. Innlent 9.10.2025 15:48 Veðrið setur strik í reikninginn Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey í kvöld hefur verið aflýst vegna mikils sjógangs og ölduhæðar á Faxaflóa. Hægt verður að fylgjast með tendrun hennar í beinu streymi. Innlent 9.10.2025 11:28 Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Kona sem taldi sig hafa verið rukkaða að ósekju fyrir að hafa lagt í Hverfisgötu lagði eftir allt saman í stæði við götuna. Hún kennir athyglisbresti um misskilning sinn. Hún segist þó standa við gagnrýni sína á bílastæðafyrirtæki, stæðið hafi auk þess verið einstaklega illa merkt. Innlent 9.10.2025 08:50 Reykjavíkurmódel á kvennaári Það þarf þorp til að ala upp barn. Í rúm 30 ár hefur þorpið Reykjavík lagt sig fram um að búa börnum almennileg skilyrði, eða allt frá því að Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða öllum börnum upp á leikskóla árið 1994. Skoðun 8.10.2025 16:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Strætó hefur óskað eftir því að Reykjavíkurborg og Kópavogur hefji undirbúning að byggingu strætóvegar milli Stjörnugrófar og Fossvogsbrúnar. Í minnisblaði sem var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni kemur fram að samhliða breytingunum þurfi að setja upp hlið til að stöðva aðra umferð og tvær nýjar stoppistöðvar, við Víkina og Fossvogsbrún. Innlent 14.10.2025 06:45
„Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna skora á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi til að koma í veg fyrir frekari slys á dýrum. Hundur sem slapp af svæðinu dó þegar hann varð fyrir bíl á Miklubraut í morgun, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist að sögn sjálfboðaliða hjá samtökunum. Innlent 13.10.2025 20:05
Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði einstaklingi á brott sem hafði komið sér fyrir í gámi og fannst þar sofandi miðsvæðis í Reykjavík í dag. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna viðkomandi hafi lagst þar til hvílu eða hvert hann hélt eftir að lögregla vísaði viðkomandi á brott. Þá hefur einn verið vistaður í fangaklefa í dag eftir að veitast að starfsmanni verslunar í borginni. Innlent 13.10.2025 17:41
Skemmtilegri borg Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af fjölskylduperlum Laugardalsins ásamt Laugardalslaug, Grasagarði og íþróttamannvirkjum þar sem öflug félög eins og Þróttur, Ármann, TBR og Skautafélag Reykjavíkur halda uppi fjölbreyttri starfsemi við börn og fjölskyldur. Skoðun 13.10.2025 16:32
Vesturport fær lóð í Gufunesi Leiklistarhópurinn Vesturport hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Gufunesi og hyggst byggja upp starfsemi sína þar. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár lagt áherslu á að laða að kvikmyndafyrirtæki að svæðinu. Bíó og sjónvarp 13.10.2025 15:16
Enn vesen í Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg hefur, í samráði við starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins, tekið ákvörðun um að loka laugarkari Vesturbæjarlaugar tímabundið á meðan unnið er að lausn á flögnun á málningu. Fólk getur því ekki synt en þó notað heitu pottana, þann kalda og gufuböð. Innlent 13.10.2025 14:49
Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Við lagningu Sundabrautar eru brúarkostir töluvert hagkvæmari í framkvæmd og rekstri en göng og uppfylla markmið framkvæmdarinnar betur. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýútkominni umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg standa samanlagt að sex kynningarfundum vegna verkefnisins næstu vikurnar. Innlent 13.10.2025 14:29
„Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni borgarfulltrúa á rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins vera ósanngjarna. Borgarfulltrúi segir illa farið með almannafé en formaður ráðsins bendir á að um þjónustu við borgarbúa sé að ræða. Innlent 13.10.2025 13:45
Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu. Innlent 13.10.2025 12:15
Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Reykjavíkurborg kynnti nýlega hugmyndir um svokallað „nýtt Reykjavíkurmódel“ í leikskólamálum. Síðan þá hefur mikið verið rætt og ritað um málið – og ekki að ástæðulausu. Skoðun 13.10.2025 11:33
Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúasamtaka segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna. Innlent 12.10.2025 16:01
Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavík hafi ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins. Bein framlög Reykvíkinga til rekstursins hafi numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin að núvirði, og það geti ekki talist góð nýting fjármuna borgarbúa að reksturinn sé með svo miklum halla. Innlent 12.10.2025 14:54
Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Bein framlög borgarbúa til reksturs Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin, núvirt. Núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefnir í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Það getur ekki þótt góð nýting fjármuna borgarbúa að rekstur garðsins sé með svo miklum halla að það hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert. Skoðun 12.10.2025 13:30
Líkamsárás við skemmtistað Tilkynnt var um líkamsárás fyrir utan skemmtistað í nótt. Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Innlent 12.10.2025 07:47
„Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. Innlent 11.10.2025 19:09
Mætti með hníf í sund og var vísað út Manni var vísað út úr sundhöll fyrr í dag og á daginn kom að hann var með hníf í fórum sínum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus að skýrslutöku lokinni. Innlent 11.10.2025 18:31
Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sverrir Einar Eiríksson eigandi B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðina Bankastræti Club og B5, segist ætla í skaðabótamál við ríkið vegna tjóns og misréttis sem hann segir sig og staðinn hafa orðið fyrir vegna ítrekaðs áreitis lögreglu meðan hann starfaði. Hann segir gjaldþrot B5 beina afleiðingu fordæmalauss eineltis eins lögreglumanns á hendur honum og staðnum og afskiptaleysis yfirmanna lögreglumannsins. Innlent 11.10.2025 17:04
Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Lögregla vísaði manni út af bókasafni í dag en sá var að neyta áfengis á salerni þar innandyra sem, að sögn lögreglu, „samræmist ekki góðum bókasafnsháttum.“ Innlent 10.10.2025 18:02
Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir leiðbeiningaskjal um barnaafmæli sem finna má á heimasíðu borgarinnar ekki gert til að stýra því hvernig foreldrar halda afmælisveislur. Það hafi verið ákall um viðmið sem léttu undir með foreldrum og tryggðu að afmælisveislur væru ekki útilokandi. Innlent 10.10.2025 17:31
Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Ekkert fékkst upp í kröfur í bú félagsins B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðinn Bankastræti club og síðar staðinn B5 á árunum 2021 til 2024. Lýstar kröfur námu rétt tæplega 101 milljón króna. Viðskipti innlent 10.10.2025 13:29
Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Engey fasteignafélag, sem er í eigu mæðginanna Elísabetar Agnarsdóttur og Viktors Hagalín, meðeigenda ferðaskrifstofunnar Tripical, hefur fest kaup á glæsilegri hæð við Nesveg. Kaupverðið nam 117,9 milljónum króna. Lífið 10.10.2025 09:15
Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Kynningarfundur borgarstjóra um athafnaborgina - atvinnulíf og uppbyggingu innviða hefst klukkan 9 og stendur í hálfa aðra klukkustund. Fundinum er streymt hér að neðan. Innlent 10.10.2025 08:32
Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Sama dag og Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, kynnti niðurstöður nýrrar rannsóknar um Kópavogsmódelið í leikskólamálum steig Reykjavíkurborg fram með tillögur sem byggja á sömu hugmyndafræði. Í henni felst að takast skuli á við áskoranir leikskólanna með því að fækka dvalarstundum barna og það skuli gert með verðstýringu. Skoðun 10.10.2025 08:01
Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Velunnarar Árbæjarkirkju safna nú fyrir lyftu í nýja viðbyggingu við safnaðarheimili kirkjunnar. Lyftustokkurinn er tómur sem stendur og hefur meðal annars verið ráðist í sketsagerð til að safna fyrir lyftunni. Lífið 9.10.2025 21:00
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Helsta slagorð Strætó bs., sem prentað er stórum stöfum á vagna fyrirtækisins, er BESTA LEIÐIN. Eftir að hafa notað strætó markvisst í tuttugu ár get ég að mestu tekið undir þá staðhæfingu enda er einfalt og gott að fara um öngþveiti umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með tónlist í eyrum eða bók í hönd – og að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að finna eða borga fyrir bílastæði. Skoðun 9.10.2025 20:02
Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Bílastæðamál eru meðal fyrirferðarmestu málaflokkanna sem rata inn á borð Neytendastofu. Forstjóri stofnunarinnar teldi það til bóta ef skýrar reglur væru til um gjaldskyld stæði. Neytendur 9.10.2025 17:54
Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Vegagerðin telur að markmið um bættar samgöngur fyrir alla ferðamáta með lagningu Sundabrautar náist að mestu með því að byggja brú yfir Kleppsvík, jarðgöng nái síður að uppfylla þau markmið, þau útiloki samgöngumöguleika hjólandi og gangandi. Í undirbúningi séu opnir kynningarfundir vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu um brautina, sem von er á í samráðsgátt Skipulagsstofnunar í næstu viku. Innlent 9.10.2025 15:48
Veðrið setur strik í reikninginn Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey í kvöld hefur verið aflýst vegna mikils sjógangs og ölduhæðar á Faxaflóa. Hægt verður að fylgjast með tendrun hennar í beinu streymi. Innlent 9.10.2025 11:28
Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Kona sem taldi sig hafa verið rukkaða að ósekju fyrir að hafa lagt í Hverfisgötu lagði eftir allt saman í stæði við götuna. Hún kennir athyglisbresti um misskilning sinn. Hún segist þó standa við gagnrýni sína á bílastæðafyrirtæki, stæðið hafi auk þess verið einstaklega illa merkt. Innlent 9.10.2025 08:50
Reykjavíkurmódel á kvennaári Það þarf þorp til að ala upp barn. Í rúm 30 ár hefur þorpið Reykjavík lagt sig fram um að búa börnum almennileg skilyrði, eða allt frá því að Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða öllum börnum upp á leikskóla árið 1994. Skoðun 8.10.2025 16:00