Reykjavík

Fréttamynd

Engin byssa reyndist vera í bílnum

Lögregla naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við að taka ökumann fastan vegna gruns um að hann væri með skotvopn í bílnum. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn æki um vopnaður og var stöðvaður í kjölfarið í Mjóddinni. Hann reyndist ekkert skotvopn hafa.

Innlent
Fréttamynd

Myndaveisla: Sam­staða og stolt í al­gleymingi í Gleðigöngunni

Hinsegin dagar náðu hápunkti sínum í dag þegar litskrúðug Gleðigangan hélt af stað frá Hallgrímskirkju. Í henni sameinuðust lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og fleiri ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín.

Lífið
Fréttamynd

Á­tökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna

Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. 

Innlent
Fréttamynd

Heitavatnslaust í Laugar­dal

Vegna bilunar er heitvatnslaust í Laugardal og næsta nágrenni og hefur verið síðan klukkan eitt eftir hádegi. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Endar örugg­lega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni

„Akkúrat núna er ég að gera mjög táknrænan fiðrildatrukk þar sem fiðrildin eru að koma út úr púpunni eitt af öðru. Það verða 26 mennsk fiðrildi uppi á þessum trukk. Þetta þarf alltaf að vera pínu táknrænt í bland við það að vera gaman,“ segir Páll Óskar. Gleðigangan fer fram á morgun kl. 14 þar sem lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju.

Lífið
Fréttamynd

Esjan snjó­laus og það ó­venju snemma

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni er horfinn, óvenju snemma á árinu. Einungis tvisvar sinnum áður hefur skaflinn horfið fyrr á árinu, árin 1941 og 2010, en þau ár hvarf hann í júlí. 

Innlent
Fréttamynd

Enginn hand­tekinn eftir hópslags­málin

Enginn var handtekinn og enginn slasaðist í hópslagsmálunum sem brutust út milli stuðningsmanna Víkings og danska liðsins Bröndby eftir leik liðanna sem fram fór í gær og lauk með 3-0 sigri Víkinga.

Innlent
Fréttamynd

Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“

Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu.

Innlent
Fréttamynd

Sektaður fyrir of skyggðar rúður

Ökumaður var sektaður í Breiðholti í Reykjavík fyrir að aka með skyggðar filmur í hliðarrúðum bíls síns. Ólöglegt er að vera með filmur í framhliðarrúðum ökutækja.

Fréttir
Fréttamynd

Stutt í að upp­selt verði í heilt og hálft

Alls hafa um 11 þúsund manns skráð sig til leiks í hinum ýmsu vegalengdum Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Af þeim eru tæplega þrjú þúsund erlendir hlauparar frá 97 mismunandi löndum.

Lífið
Fréttamynd

Blóð­bankinn á leið í Kringluna

Til stendur að flytja starfsemi Blóðbankans í svokallaðan Stóra turn í Kringlunni þar til að framtíðarhúsnæði bankans í rannsóknarhúsi nýja Landspítalans verður tilbúið.

Innlent
Fréttamynd

Opnar femínískt myndlistagallerí í Vestur­bænum

Um miðjan ágúst mun fjölmiðlakona opna dyrnar að femíníska myndlistagalleríinu SIND. Hún kveðst ekki vita til þess að nokkuð annað gallerí hérlendis byggi á sömu hugsjón. Listakonan Rúrí verður fyrst til að halda einkasýningu í SIND.

Menning
Fréttamynd

Vill að maðurinn viður­kenni að hann sé ekki faðir drengsins

Filippseysk kona í Reykjavík hefur stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum til að fá það viðurkennt að hann sé ekki faðir drengs sem hún fæddi árið 2014, þegar þau voru gift. Heldur sé annar filippseyskur maður hinn raunverulegi faðir. Hjónin skildu árið 2018 vegna framhjáhalds af hálfu eiginmannsins.

Innlent
Fréttamynd

Fagna frestun fram­kvæmda í Heið­mörk

Veitur hafa frestað fyrirhuguðum framkvæmdum í Heiðmörk sem áttu að hefjast í sumar. Áformin hafa verið nokkuð umdeild en framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fagnar frestun framkvæmda en félagið gerir athugasemdir við að umrædd framkvæmd fari ekki í gegnum deiliskipulag.

Innlent
Fréttamynd

Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf

Tónlistarmenn og gestir á Innipúkanum eru að sögn viðburðarhaldara hæstánægðir við aðstöðuna í Austurbæjarbíó sem er að mörgu leyti aftur farin að gegna sínu gamla hlutverki sem tónleika- og menningarhús. 

Lífið
Fréttamynd

Mann­mergð vildi sjá fyrsta konung­lega breska gestinn

Filippus prins ætlaði sér að eiga náðuga daga, renna fyrir lax og sjá eitthvað af náttúru þessarar forvitnilegu en fámennu eyjar lengst norður af Bretlandseyjum. Þar bjuggu bara 187 þúsund manns, í stærsta bænum Reykjavík bara 77 þúsund, en mannmergðin sem mætti honum, hvert sem hann fór, var hins vegar líkari því sem búast hefði mátt við í milljónaborg.

Innlent