Reykjavík Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Lögreglu var í gær tilkynnt um fjölda fólks að ógna húsráðanda í heimahúsi í Reykjavík með kylfum og hnífum. Fimm voru handteknir vegna málins. Innlent 19.7.2025 09:29 Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Það var allt fullt af hundum í Árbæjarsafni í Reykjavík í dag á Degi íslenska fjárhundsins. Forseti Íslands mætti þar líka til að fagna hundunum og naut þess að klappa og knúsa þá enda mikil hundakona og útilokar ekki að íslenskur hundur verði hluti af fjölskyldunni á Bessastöðum. Innlent 18.7.2025 20:03 Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Götubitahátíðin verður haldin í í Hljómskálagarðinum í Reykjavík um helgina en hún er stærsti matarviðburður landsins. Bylgjulestin mætir í garðinn á laugardag og verður í beinni útsendingu á Bylgjunni milli kl. 12 og 16. Lífið samstarf 18.7.2025 13:21 Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Raftónlistardúettinn Autechre stígur á svið í Silfurbergi í Hörpu þann 15. ágúst næstkomandi. Örlygur Steinar Arnalds er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Hann hefur séð hana tvisvar á tónleikum og segir það mikinn heiður að hita upp fyrir þá með hljómsveit sinni, raftónlistartríóinu, sideproject. Tónlistarkonan Hekla mun einnig hita upp fyrir Autechre. Lífið 18.7.2025 09:03 Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Tilkynnt var um þjófnað í fjórum verslunum á höfuðbogarsvæðinu í dag. Einni í miðborginni, tveimur í Kópavogi og einni í Breiðholti. Innlent 17.7.2025 19:52 Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Árekstur þriggja bíla varð við gatnamót Hringbrautar og Njarðargötu fyrir skemmstu. Einn var í hverjum bíl fyrir sig og einn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Innlent 17.7.2025 17:23 Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. Innlent 17.7.2025 15:28 Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að göngustígur sem nú er unnið að við Árskóga hafi verið á skipulagi alveg frá upphafi. Innlent 17.7.2025 11:00 Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Íbúar í Árskógum í Breiðholti festa ekki svefn vegna áhyggja af framkvæmdum á nýjum skjólvegg og göngustíg beint fyrir framan hús þeirra. Hús í sömu götu hefur verið í fréttum vegna græna gímaldsins svokallaða. Innlent 16.7.2025 20:06 Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um alvarlega líkamsárás þar sem maður var sleginn í andlit með „einhverskonar áhaldi“, en rannsókn leiddi í ljós að áhaldið væri hamar. Innlent 16.7.2025 17:15 Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. Innlent 16.7.2025 13:43 Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. Innlent 15.7.2025 23:04 Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Lögreglu var tilkynnt um skipstjóra sem talinn var mögulega undir áhrifum vímuefna. Lögregla hitti á skipstjórann og það vaknaði fljótt grunur um að hann væri undir áhrifum. Skipstjórinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í blóðsýnatöku. Innlent 15.7.2025 20:06 Hleypti líklega óvart úr Talið er að skoti hafi verið hleypt af óvart síðastliðið föstudagskvöld á hótelherbergi Svörtu perlunnar í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 15.7.2025 14:03 Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Maður á fertugsaldri sem var stunginn við Mjóddina síðastliðið föstudagskvöld er kominn úr lífshættu og horfir líðan hans til betri vegar, en ástand hans er enn alvarlegt. Innlent 15.7.2025 13:59 Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Nettengin lá niðri í miðborg Reykjavíkur og Hlíðunum vegna bilunar hjá fjarskiptafyrirtækinu Mílu. Netið er aftur komið á en bilunin hafði áhrif á útsendingar Sýnar. Innlent 14.7.2025 20:57 Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Í fyrsta sinn í sumar náði hitinn 20 stigum í Reykjavík, en mestur var hitinn þó á Hjarðarlandi. Hitamet voru slegin víða um land og sums staðar var átta stiga munur á milli nýja metinu og því fyrra. Á morgun verður hitinn á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn. Veður 14.7.2025 18:57 Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Erlendir menn voru í dag handteknir í Breiðholti vegna sölu á fíkniefnum, vörslu fíkniefna og ólöglegrar dvalar í landinu, að sögn lögreglu. Innlent 14.7.2025 17:24 Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur aftur verið frestað en þó lítillega. Á laugardagsmorgun geta sundþyrstir Vesturbæingar loksins tekið sér sundsprett í nýrri laug en til stóð að laugin opnaði á morgun. Innlent 14.7.2025 12:18 Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, beitti fjórum hnífum þegar hann varð móður sinni að bana í íbúð hennar í Breiðholti í október síðastliðnum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi á hendur Ym. Innlent 14.7.2025 11:43 Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Rannsókn lögreglu á stunguárás á bílastæði við Mjóddina á föstudagskvöld miðar vel áfram og telur lögregla sig hafa góða mynd af því sem gerðist. Ástand mannsins sem varð fyrir árásinni er óbreytt og enn mjög alvarlegt. Innlent 13.7.2025 17:50 Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Reykvíkingur ársins var útnefndur í morgun í Elliðarárdal líkt og venjan hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni er það Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Hann renndi fyrir laxi í Elliðará í morgun og var eðli málsins samkvæmt í sólskinsskapi þegar fréttastofa náði af honum tali. Lífið 13.7.2025 15:06 Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum sem voru handteknir aðfarnótt laugardags eftir að skotvopni var hleypt af á hótelherbergi. Innlent 13.7.2025 11:01 Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Reykvíkingur ársins 2025 er Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðaár í morgun, en þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. Innlent 13.7.2025 10:32 Fundu kannabisplöntur við húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit í umdæmi sínu og fundust kannabisplöntur ásamt búnaði sem ætlaður var fyrir ræktun. Lagt var hald á plönturnar og búnaðinn. Innlent 13.7.2025 07:18 Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Samtök foreldra kalla eftir aukinni viðveru forráðamanna á hittingum ungmenna. Það sé mikilvægt að efla traust svo viðburðirnir séu öruggari fyrir þá sem mæta. Innlent 12.7.2025 23:03 Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Maður sem stakk annan mann með hnífi í Mjóddinni í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 18. júlí. Innlent 12.7.2025 20:01 Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Karlmaður á fertugsaldri er alvarlega særður eftir að hafa verið stunginn með hníf við Mjóddina í Reykjavík. Innlent 12.7.2025 12:12 Mennirnir enn í haldi lögreglu Fimm karlmenn voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu eftir að skoti var hleypt af á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Allir eru enn í haldi lögreglu en enginn slasaðist. Innlent 12.7.2025 12:03 Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Farþegi bifhjóls er þungt haldinn eftir árekstur hjólsins við fólksbíl. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 12.7.2025 07:50 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Lögreglu var í gær tilkynnt um fjölda fólks að ógna húsráðanda í heimahúsi í Reykjavík með kylfum og hnífum. Fimm voru handteknir vegna málins. Innlent 19.7.2025 09:29
Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Það var allt fullt af hundum í Árbæjarsafni í Reykjavík í dag á Degi íslenska fjárhundsins. Forseti Íslands mætti þar líka til að fagna hundunum og naut þess að klappa og knúsa þá enda mikil hundakona og útilokar ekki að íslenskur hundur verði hluti af fjölskyldunni á Bessastöðum. Innlent 18.7.2025 20:03
Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Götubitahátíðin verður haldin í í Hljómskálagarðinum í Reykjavík um helgina en hún er stærsti matarviðburður landsins. Bylgjulestin mætir í garðinn á laugardag og verður í beinni útsendingu á Bylgjunni milli kl. 12 og 16. Lífið samstarf 18.7.2025 13:21
Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Raftónlistardúettinn Autechre stígur á svið í Silfurbergi í Hörpu þann 15. ágúst næstkomandi. Örlygur Steinar Arnalds er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Hann hefur séð hana tvisvar á tónleikum og segir það mikinn heiður að hita upp fyrir þá með hljómsveit sinni, raftónlistartríóinu, sideproject. Tónlistarkonan Hekla mun einnig hita upp fyrir Autechre. Lífið 18.7.2025 09:03
Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Tilkynnt var um þjófnað í fjórum verslunum á höfuðbogarsvæðinu í dag. Einni í miðborginni, tveimur í Kópavogi og einni í Breiðholti. Innlent 17.7.2025 19:52
Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Árekstur þriggja bíla varð við gatnamót Hringbrautar og Njarðargötu fyrir skemmstu. Einn var í hverjum bíl fyrir sig og einn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Innlent 17.7.2025 17:23
Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. Innlent 17.7.2025 15:28
Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að göngustígur sem nú er unnið að við Árskóga hafi verið á skipulagi alveg frá upphafi. Innlent 17.7.2025 11:00
Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Íbúar í Árskógum í Breiðholti festa ekki svefn vegna áhyggja af framkvæmdum á nýjum skjólvegg og göngustíg beint fyrir framan hús þeirra. Hús í sömu götu hefur verið í fréttum vegna græna gímaldsins svokallaða. Innlent 16.7.2025 20:06
Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um alvarlega líkamsárás þar sem maður var sleginn í andlit með „einhverskonar áhaldi“, en rannsókn leiddi í ljós að áhaldið væri hamar. Innlent 16.7.2025 17:15
Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. Innlent 16.7.2025 13:43
Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. Innlent 15.7.2025 23:04
Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Lögreglu var tilkynnt um skipstjóra sem talinn var mögulega undir áhrifum vímuefna. Lögregla hitti á skipstjórann og það vaknaði fljótt grunur um að hann væri undir áhrifum. Skipstjórinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í blóðsýnatöku. Innlent 15.7.2025 20:06
Hleypti líklega óvart úr Talið er að skoti hafi verið hleypt af óvart síðastliðið föstudagskvöld á hótelherbergi Svörtu perlunnar í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 15.7.2025 14:03
Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Maður á fertugsaldri sem var stunginn við Mjóddina síðastliðið föstudagskvöld er kominn úr lífshættu og horfir líðan hans til betri vegar, en ástand hans er enn alvarlegt. Innlent 15.7.2025 13:59
Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Nettengin lá niðri í miðborg Reykjavíkur og Hlíðunum vegna bilunar hjá fjarskiptafyrirtækinu Mílu. Netið er aftur komið á en bilunin hafði áhrif á útsendingar Sýnar. Innlent 14.7.2025 20:57
Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Í fyrsta sinn í sumar náði hitinn 20 stigum í Reykjavík, en mestur var hitinn þó á Hjarðarlandi. Hitamet voru slegin víða um land og sums staðar var átta stiga munur á milli nýja metinu og því fyrra. Á morgun verður hitinn á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn. Veður 14.7.2025 18:57
Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Erlendir menn voru í dag handteknir í Breiðholti vegna sölu á fíkniefnum, vörslu fíkniefna og ólöglegrar dvalar í landinu, að sögn lögreglu. Innlent 14.7.2025 17:24
Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur aftur verið frestað en þó lítillega. Á laugardagsmorgun geta sundþyrstir Vesturbæingar loksins tekið sér sundsprett í nýrri laug en til stóð að laugin opnaði á morgun. Innlent 14.7.2025 12:18
Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, beitti fjórum hnífum þegar hann varð móður sinni að bana í íbúð hennar í Breiðholti í október síðastliðnum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi á hendur Ym. Innlent 14.7.2025 11:43
Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Rannsókn lögreglu á stunguárás á bílastæði við Mjóddina á föstudagskvöld miðar vel áfram og telur lögregla sig hafa góða mynd af því sem gerðist. Ástand mannsins sem varð fyrir árásinni er óbreytt og enn mjög alvarlegt. Innlent 13.7.2025 17:50
Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Reykvíkingur ársins var útnefndur í morgun í Elliðarárdal líkt og venjan hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni er það Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Hann renndi fyrir laxi í Elliðará í morgun og var eðli málsins samkvæmt í sólskinsskapi þegar fréttastofa náði af honum tali. Lífið 13.7.2025 15:06
Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum sem voru handteknir aðfarnótt laugardags eftir að skotvopni var hleypt af á hótelherbergi. Innlent 13.7.2025 11:01
Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Reykvíkingur ársins 2025 er Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðaár í morgun, en þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. Innlent 13.7.2025 10:32
Fundu kannabisplöntur við húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit í umdæmi sínu og fundust kannabisplöntur ásamt búnaði sem ætlaður var fyrir ræktun. Lagt var hald á plönturnar og búnaðinn. Innlent 13.7.2025 07:18
Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Samtök foreldra kalla eftir aukinni viðveru forráðamanna á hittingum ungmenna. Það sé mikilvægt að efla traust svo viðburðirnir séu öruggari fyrir þá sem mæta. Innlent 12.7.2025 23:03
Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Maður sem stakk annan mann með hnífi í Mjóddinni í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 18. júlí. Innlent 12.7.2025 20:01
Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Karlmaður á fertugsaldri er alvarlega særður eftir að hafa verið stunginn með hníf við Mjóddina í Reykjavík. Innlent 12.7.2025 12:12
Mennirnir enn í haldi lögreglu Fimm karlmenn voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu eftir að skoti var hleypt af á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Allir eru enn í haldi lögreglu en enginn slasaðist. Innlent 12.7.2025 12:03
Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Farþegi bifhjóls er þungt haldinn eftir árekstur hjólsins við fólksbíl. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 12.7.2025 07:50