Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Keflavík leikur á ný í Bestu deild karla í fótbolta á komandi leiktíð og hefur fengið til sín hinn 23 ára Baldur Loga Guðlaugsson sem spilað hefur í deildinni síðustu sex keppnistímabil. Íslenski boltinn 20.11.2025 14:23
Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Dr. Football, eða Hjörvar Hafliðason, varpaði sprengju í þætti sínum í vikunni þegar hann sagðist hafa heyrt af því að Jónatan Ingi Jónsson vildi fara frá Val til erkifjendanna í KR. Hvorki Jónatan né formaður knattspyrnudeildar Vals vilja þó kannast við að þetta sé rétt. Íslenski boltinn 20.11.2025 14:11
Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Víkingar vilja eyða öllum tengingum við Fram í Safamýrinni með því að finna nýtt Víkingsnafn á svæðið. Víkingar fengu beiðni um að senda inn hugmyndir á samfélagsmiðlum félagsins. Íslenski boltinn 20.11.2025 13:30
Rosenörn yfirgefur FH FH teflir fram nýjum markverði á næsta tímabili en Mathias Rosenörn er á förum frá félaginu. Íslenski boltinn 14. nóvember 2025 17:15
Montiel til KA Diego Montiel, sem var einn besti leikmaður bikarmeistara Vestra á síðasta tímabili, er genginn í raðir KA. Íslenski boltinn 14. nóvember 2025 13:30
Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Davíð Smári Lamude, nýráðinn þjálfari Njarðvíkur, segir það hafa verið erfitt að starfa fjarri fjölskyldu sinni sem þjálfari Vestra á Ísafirði. Nú er hann mættur aftur suður og hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu. Íslenski boltinn 13. nóvember 2025 10:00
Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari FH, segir lágpunktinn á sínum ferli hafa verið þegar hann var rekinn frá FH og situr það í honum hvernig staðið var að uppsögninni. Stjórnendur FH hafi sýnt honum vanvirðingu og komið illa fram við hann. Íslenski boltinn 8. nóvember 2025 10:02
„Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári Lamude segir það hafa orðið fljótt ljóst eftir sigur með Vestra í bikarúrslitum gegn Val að hann yrði ekki áfram með liðið á næsta ári. Hlutir sem áttu sér stað í kringum og eftir þann leik sitja enn í honum, þó sé enginn biturleiki til staðar. Íslenski boltinn 7. nóvember 2025 09:32
Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Eftir farsælan tíma hjá Vestra tekur Davíð Smári við liði Njarðvíkur í Lengjudeildinni í fótbolta sem var ekki langt frá því að tryggja sig upp í Bestu deildina á nýafstöðnu tímabili. Hann er óhræddur við að leggja spilin á borðið varðandi markmið sitt með liðið á því næsta. Íslenski boltinn 7. nóvember 2025 07:30
Pálmi í ótímabundið leyfi Pálmi Rafn Arinbjörnsson, markvörður Íslandsmeistara Víkings, er kominn í ótímabundið leyfi frá fótbolta að eigin ósk. Íslenski boltinn 6. nóvember 2025 12:13
Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Damir Muminovic er á förum frá Breiðabliki eftir að núverandi samningur hans rennur sitt skeið í lok þessa árs. Honum verður ekki boðin nýr samningur hjá Blikum. Íslenski boltinn 5. nóvember 2025 14:51
Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Fanndís Friðriksdóttir gæti lagt skóna á hilluna. Samningur hennar rann út þegar nýafstöðnu tímabili lauk og stjórnarfólk Vals hefur ekki heyrt í henni til að endursemja. Íslenski boltinn 3. nóvember 2025 14:45
„Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ „Stórkostlegt. Ég er hrikalega spenntur,“ segir Hermann Hreiðarsson, nýr þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, um nýja starfið. Hann skrifaði undir þriggja ára samning á Hlíðarenda í dag. Íslenski boltinn 2. nóvember 2025 19:01
Hermann tekinn við Val Hermann Hreiðarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Hann skrifar undir þriggja ára samning. Íslenski boltinn 2. nóvember 2025 18:12
FH-ingar kveðja Kjartan Henry Kjartan Henry Finnbogason er hættur störfum fyrir FH en félagið tilkynnti um þetta á miðlum sínum í dag. Íslenski boltinn 1. nóvember 2025 12:01
Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Bjartur Bjarmi Barkarson, leikmaður Aftureldingar, var duglegastur að fara í tæklingar á nýloknu tímabili í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 31. október 2025 15:16
Gísli semur við Skagamenn ÍA barst hvalreki fyrir átökin í Bestu deild karla á næsta ári þar sem Gísli Eyjólfsson skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag. Íslenski boltinn 31. október 2025 14:03
Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Gareth Owen hefur verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi hjá Val í fótbolta. Hann mun hafa yfirumsjón með fótboltatengdum málum hjá félaginu. Owen yfirgefur Fram til að taka við starfinu. Íslenski boltinn 31. október 2025 10:48
Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson varð langefstur á listanum yfir sköpuð færi fyrir lið félaga í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Íslenski boltinn 30. október 2025 15:18
„Mjög sáttur með samninginn“ Birnir Snær Ingason samdi við Stjörnuna og ætlar að hjálpa liðinu að stíga næsta skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum en pælir ekki í því hvort hann sé sá launahæsti í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 30. október 2025 09:01
„Hefði séð eftir því alla ævi“ Fjölskylda Lárusar Orra Sigurðssonar þurfti að færa ýmsar fórnir svo hann gæti gripið tækifærið að taka við fótboltaliði ÍA á miðju sumri. Það var tækifæri sem hann var ekki viss að myndi bjóðast aftur og hann nýtti það sannarlega vel. Íslenski boltinn 30. október 2025 08:02
Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Skagamaðurinn Viktor Jónsson var í sérflokki í Bestu deild karla í fótbolta í sumar þegar kemur að því að klúðra dauðafærum. Íslenski boltinn 29. október 2025 14:31
FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara FH hefur ákveðið að bíða með að tilkynna nýjan þjálfara en stefnt var að því að kynna arftaka Heimis Guðjónssonar nú áður en nóvember hefst. Frestunin gerir það að verkum að komið verður vetrarfrí í danska boltanum þegar tilkynningin loks berst. Íslenski boltinn 29. október 2025 07:03
Óskar Hrafn fer ekki fet Óskar Hrafn Þorvaldsson verður áfram þjálfari KR í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 28. október 2025 23:17