Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Diljá Ýr Zomers er mætt á sitt fyrsta stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta og þar með er draumur að rætast. Diljá hefur lagt allt í sölurnar yfir krefjandi tímabil til þess að ná þeim stað. Eftir að hafa sigrast á þrautagöngu og efasemdum uppsker hún rækilega núna. Fótbolti 1. júlí 2025 08:01
City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Ríkjandi heimsmeistarar félagsliða í Manchester City eru úr leik á mótinu eftir sjö marka framlengdan spennutrylli gegn Al-Hilal þar sem varnirnar hripláku. Fótbolti 1. júlí 2025 07:21
Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Opta tölfræðiveitan telur meira en helmingslíkur á að stelpurnar okkar fari upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit á EM í fótbolta. Þá eru 2,1% líkur á því að þær hreinlega lyfti Evrópumeistarabikarnum 27. júlí. Möguleikinn er því til staðar og hægt að færa góð rök fyrir því að Íslandi muni í það minnsta vegna afar vel á mótinu. Fótbolti 1. júlí 2025 07:03
Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Alþjóðaleikmannasamtökin FIFPRO óttast að verði spilaðir leikir um miðjan dag á ákveðnum völlum á HM 2026 geti of mikill hiti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Fótbolti 30. júní 2025 23:17
Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn ÍA vann mikilvægan 4-3 sigur er liðið tók á móti Fylki í botnslag Lengjudeildar kvenna í kvöld. Fótbolti 30. júní 2025 22:53
Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Sérfræðingar Stúkunnar ætluðu ekki að trúa eigin augum þegar þeir voru að fara yfir leik Fram og ÍBV í 13. umferð Bestu-deildar karla. Fótbolti 30. júní 2025 22:01
Fluminense sendi Inter heim Brasilíska liðið Fluminense er á leið í átta liða úrslit HM félagsliða í knattspyrnu eftir 2-0 sigur gegn Inter frá Ítalíu í kvöld. Fótbolti 30. júní 2025 21:05
Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur leikjum sem fram fóru í norska og sænska boltanum í kvöld. Tveimur leikjanna lauk með jafntefli, en Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Brann unnu dramatískan sigur. Fótbolti 30. júní 2025 19:03
UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur frestað því að taka ákvörðun um það hvort Crystal Palace megi taka þátt í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Fótbolti 30. júní 2025 18:00
Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Víkingur Reykjavík hefur náð samkomulagi við norska félagið Sogndal um kaupin á kantmanninum Óskari Borgþórssyni. Fótbolti 30. júní 2025 17:21
„Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Það bendir allt til þess að íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verði leikmaður ítalska stórliðsins Inter Milan á næstunni. Hún virðist búin að taka ákvörðun um næsta skref á sínum ferli og er afar sátt við niðurstöðuna. Fótbolti 30. júní 2025 15:57
Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Aðeins tveimur dögum fyrir opnunarleik Evrópumótsins hefur heimaliðið Sviss, sem er með Íslandi í riðli, þurft að draga leikmann úr hópnum. Luana Bühler er meidd í hnénu og missir af mótinu. Fótbolti 30. júní 2025 15:47
Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Þeir Albert Brynjar Ingason og Sigurbjörn Hreiðarsson segjast spenntir fyrir því að sjá Englendinginn Steven Caulker í búningi Stjörnunnar í Bestu deild karla í sumar. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni koma hingað til lands. Íslenski boltinn 30. júní 2025 15:01
Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er stödd með íslenska landsliðinu á EM í Sviss en virðist á sama tíma vera að ganga frá samningi við ítalska stórliðið Inter. Fréttamenn þar í landi slá því föstu að Karólína kvitti undir samning á allra næstu dögum. Fótbolti 30. júní 2025 13:33
Þjálfari Botafogo látinn fara Botafogo hefur látið þjálfarann Renato Paiva fara eftir að hafa dottið út í sextán liða úrslitum HM félagsliða gegn öðru brasilísku liði, Palmeiras. Fótbolti 30. júní 2025 12:48
Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Markmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson brákaði bein á fyrstu æfingunni á undirbúningstímabili FC Kaupmannahafnar og verður frá næstu fjórar vikurnar hið minnsta. Fótbolti 30. júní 2025 12:14
Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Orri Steinn Óskarsson verður aðalframherji Real Sociedad á næsta tímabili ef hann nýtir undirbúningstímabilið vel. Sparnaðarsumar er framundan hjá liðinu og stór kaup ekki væntanleg, en breyting á leikkerfi liðsins líkleg undir nýjum þjálfara. Orri og Mikel Oyarzabal myndu þá ekki berjast um sömu stöðuna lengur. Fótbolti 30. júní 2025 12:01
Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Ousmané Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, fór ekki tómhentur heim af Mercedes Benz-vellinum í Atlanta í gær í kjölfar 4-0 sigurs hans manna á Inter Miami í fyrsta leik 16-liða úrslita á HM félagsliða. Raunar var hann klyfjaður útbúnaðar af fyrrum liðsfélögum. Fótbolti 30. júní 2025 11:31
Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Fundur lögreglu með knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu hafði það meðal annars í för með sér að ekki var seldur bjór á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í gærkvöldi. Lögregla gerði athugasemdir við áfengisneyslu á heimaleik Stjörnunnar gegn Breiðabliki á föstudagskvöld. Innlent 30. júní 2025 11:18
Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Nú eru aðeins tveir dagar í að Ísland hefji keppni á EM kvenna í fótbolta. Væntingar manna varðandi árangur á mótinu eru eflaust misjafnar en fyrir þá svartsýnu eru hér ástæður sem gætu valdið því að Ísland komist ekki upp úr sínum riðli. Fótbolti 30. júní 2025 11:01
Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? ÍA sótti 0-2 sigur gegn Vestra í fyrsta leiknum undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar. Vestramenn hleyptu þar inn marki sem þeir eru ekki vanir að fá á sig en nokkrum spurningum er enn ósvarað, svosem hver skoraði markið og hefði það yfirhöfuð átt að standa? Íslenski boltinn 30. júní 2025 10:31
EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fulltrúar íþróttadeildar Sýnar eru mættir til Thun í Sviss til að fylgja íslenska kvennalandsliðinu eftir á EM í fótbolta þar í landi. Hitabylgja ríður yfir svæðið þessa dagana og strákarnir skelltu sér á vinsælan baðstað en það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. Fótbolti 30. júní 2025 10:00
Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Íslenska kvennalandsliðið fékk óvænta heimsókn á hótelið sitt við bakka Thun-vatns í Sviss í morgun þegar lyfjaeftirlitið mætti á staðinn. Fótbolti 30. júní 2025 08:46
Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Fjölmörg flott mörk voru skoruð í leikjunum fjórum sem fóru fram í Bestu deild karla í gærkvöldi. Þau má öll sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 30. júní 2025 07:59
Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Bandaríkin komust áfram eftir einvígi við Kosta Ríka í átta liða úrslitum Gullbikarsins. Markmaðurinn Matt Freese, nýútskrifaður af Harvard námskeiði í vítaspyrnuvörslum, varð hetja heimamanna. Kanada er hins vegar úr leik eftir tap gegn Gvatemala. Fótbolti 30. júní 2025 07:26
Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Markvörðurinn Emiliano Martinez ku víst ábyggilega vera á leið frá Aston Villa þar sem hann hefur spilað síðan 2020 en hvar hann endar virðist vera algjörlega óráðið. Fótbolti 30. júní 2025 06:45
Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Paul Ince, sem lék meðal annars fyrir Manchester United, Inter og Liverpool, hefur verið ákærður fyrir ölvunarakstur en Range Rover bifreið hans var ekið utan í vegrið í gær. Fótbolti 29. júní 2025 23:00
Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Tobin Heath segist ekki þurfa að vera með neina minnimáttarkennd þrátt fyrir að vera eina konan í tækninefnd FIFA á heimsmeistaramóti félagsliða. Fótbolti 29. júní 2025 22:30
Kane afgreiddi Brassana Bayern München er komið í 8-liða úrslit á heimsmeistaramóti félagsliða eftir öruggan 4-2 sigur á Flamengo. Harry Kane skoraði á 9. mínútu og kláraði svo dæmið með fjórða marki liðsins á þeirri 73. Fótbolti 29. júní 2025 22:07
„Gaman að skora og ég held að allir viti hvað Víkingur er fyrir mér“ Nikolaj Hansen var hetja Víkinga í kvöld þegar þeir tóku á móti Aftureldingu á Víkingsvelli. Nikolaj Hansen skoraði bæði mörk heimamanna í sterkum 2-1 sigri. Sport 29. júní 2025 22:03