Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Hinn skemmtilegi liður „Fylltu í eyðurnar“ var á sínum stað í Sunnudagsmessunni þegar farið var yfir 9. umferð ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Enski boltinn 27. október 2025 23:15
Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. Enski boltinn 27. október 2025 21:45
Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juan Manuel Ochotorena, fyrrum markvarðaþjálfari hjá Liverpool og Valencia, er látinn 64 ára að aldri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá spænska félaginu. Fótbolti 27. október 2025 15:16
Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik Arsenal er með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar en þeir eru ekki ofarlega á einum mikilvægasta markalistanum. Enski boltinn 27. október 2025 13:01
„Varnarleikurinn er bara stórslys“ Lið Liverpool varð um helgina fyrsta Englandsmeistaraliðið í sögunni sem tapar fjórum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla, segir margt mega betur fara hjá liðinu. Enski boltinn 27. október 2025 12:31
Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Arsenal náði fjögurra stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City segir of snemmt að hafa áhyggjur af góðu gengi Arsenal. Enski boltinn 27. október 2025 11:01
Hárið í hættu hjá United manninum Manchester United-stuðningsmaðurinn Frank Ilett hefur vakið heimsathygli síðan hann hætti að klippa hárið sitt þangað til liðið hans færi á góða sigurgöngu. Enski boltinn 27. október 2025 08:31
Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Það gekk mikið á í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar Arsenal jók forskot sitt á toppnum. Mark var dæmt af Erling Haaland sem fékk um leið högg í punginn en Tottenham skoraði þrjú í fyrsta tapi Everton á nýja heimavellinum. Enski boltinn 27. október 2025 07:03
Aldrei meiri aldursmunur Tímamót urðu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar 18 ára gamli Grikkinn Charalampos Kostoulas skoraði fyrir Brighton gegn Manchester United. Enski boltinn 26. október 2025 23:17
Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Bournemouth heldur ótrúlegu gengi sínu áfram í ensku úrvalsdeildinni og nýliðar Burnley nældu í dramatískan sigur gegn lánlausum Úlfum. Fótbolti 26. október 2025 16:15
Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Tottenham vann öruggan 3-0 útisigur gegn Everton þegar liðin mættust í lokaleik 9. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, á Hill Dickinson vellinum í Liverpool. Fótbolti 26. október 2025 16:01
Matty Cash afgreiddi City Aston Villa vann afar sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 26. október 2025 16:00
Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Arsenal er enn í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur gegn Crystal Palace í dag. Enski boltinn 26. október 2025 15:59
Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Eftir erfiða byrjun undir stjórn Ruben Amorim virðast Rauðu djöflarnir í Manchester United loksins vera að komast á gott skrið í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 26. október 2025 09:29
Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Eftir öruggan 5-1 útisigur gegn Frankfurt í Meistaradeildinni í miðri viku mátti Liverpool þola 3-2 tap er liðið heimsótti Brentford í ensku úrvalsdieldinni í kvöld. Liðið hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum. Enski boltinn 25. október 2025 21:08
Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Manchester United vann sinn þriðja deildarsigur í röð er liðið tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 4-2 og United er nú farið að banka á dyrnar í toppbaráttunni. Enski boltinn 25. október 2025 18:26
Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Andri Lucas Guðjohnsen var hetja Blackburn í ensku Championship-deildinni í dag þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Fótbolti 25. október 2025 16:20
Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sunderland vann dramatískan 1-2 sigur er liðið heimsótti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurmarkið lét bíða eftir sér þangað til í uppbótartíma. Enski boltinn 25. október 2025 16:10
Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld West Ham tapaði 2-1 gegn nýliðum Leeds á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld og skelfileg byrjun Hamranna á leiktíðinni heldur því áfram. Mörkin úr leiknum má sjá á Vísi. Enski boltinn 25. október 2025 12:33
Leeds afgreiddi West Ham Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Leeds tók á móti West Ham. Heimamenn talsvert sterkari og unnu flottan 2-1 sigur. Enski boltinn 24. október 2025 21:08
Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Gjaldþrot vofir yfir Sheffield Wednesday, einu elsta knattspyrnufélagi heims, og skiptastjórar hafa verið skipaðir til að taka yfir fjármál félagsins. Enski boltinn 24. október 2025 11:59
Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og það er ekki síst að þakka afar áreiðanlegum og öflugum varnarleik liðsins. Hér má sjá brot af því besta frá varnarmönnum liðsins. Enski boltinn 24. október 2025 11:32
„Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Arne Slot kom Mohamed Salah til varna á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool gegn Brentford á morgun. Egyptinn hefur ekki spilað vel að undanförnu og virtist pirraður á bekkjarsetu í síðasta leik. Enski boltinn 24. október 2025 10:32
Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Jokso Gvardiol er í dag í stóru hlutverki hjá bæði enska stórliðinu Manchester City og króatíska landsliðinu en það hefði vel getað endað allt öðruvísi. Enski boltinn 24. október 2025 06:30
Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Mohamed Salah byrjaði á bekknum hjá Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi og liðið svaraði með 5-1 sigri. Egyptinn er augljóslega mjög ósáttur með lífið þessa dagana. Enski boltinn 23. október 2025 17:31
Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Chelsea-framherjinn Joao Pedro hefur ítrekað valdið eigendum sínum í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar vonbrigðum síðustu vikur. Það er eitthvað sem Albert Þór Guðmundsson, annar stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, segir hafa verið fyrirsjáanlegt. Enski boltinn 23. október 2025 16:31
Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Fyrir fimm árum hefði Króatann Josko Gvardiol aldrei grunað að hann ætti eftir að spila fyrir Manchester City. Hann var nálægt því að hætta í fótbolta til að snúa sér að körfubolta en varð svo næstdýrasti varnarmaður sögunnar. Enski boltinn 23. október 2025 10:00
Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Tveir leikmenn Liverpool fóru meiddir af velli í langþráðum 5-1 sigri liðsins á Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í Þýskalandi í gærkvöld. Arne Slot, þjálfari liðsins, þarf enn um sinn að vefja sænska framherjann Alexander Isak í bómull. Enski boltinn 23. október 2025 09:30
Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Evangelos Marinakis er þekktastur fyrir að eiga enska úrvalsdeildarfélagið Nottingham Forest en þetta er ekki eina félagið sem hann á. Enski boltinn 22. október 2025 21:30
Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Bayern München og Real Madrid unnu í kvöld bæði sinn þriðja leik í röð í Meistaradeildinni og eru í hópi fjögurra liða sem eru með fullt hús eftir þrjár umferðir. Fótbolti 22. október 2025 20:57