Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    „Varnar­leikurinn er bara stór­slys“

    Lið Liverpool varð um helgina fyrsta Englandsmeistaraliðið í sögunni sem tapar fjórum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla, segir margt mega betur fara hjá liðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mark úr horni, klippa Eze og pung­högg Haalands

    Það gekk mikið á í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar Arsenal jók forskot sitt á toppnum. Mark var dæmt af Erling Haaland sem fékk um leið högg í punginn en Tottenham skoraði þrjú í fyrsta tapi Everton á nýja heimavellinum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Aldrei meiri aldurs­munur

    Tímamót urðu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar 18 ára gamli Grikkinn Charalampos Kostoulas skoraði fyrir Brighton gegn Manchester United.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool

    Eftir öruggan 5-1 útisigur gegn Frankfurt í Meistaradeildinni í miðri viku mátti Liverpool þola 3-2 tap er liðið heimsótti Brentford í ensku úrvalsdieldinni í kvöld. Liðið hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Leeds af­greiddi West Ham

    Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Leeds tók á móti West Ham. Heimamenn talsvert sterkari og unnu flottan 2-1 sigur.

    Enski boltinn