Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool

    Manchester United tekur á móti Newcastle í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta verður fyrsti leikur heimsmanna án meidda fyrirliðans Bruno Fernandes sem verður frá næstu vikurnar. United kemst upp í fimmta sæti og upp fyrir Liverpool með sigri en Newcastle á möguleika á að hoppa upp í sjöunda sæti og upp fyrir heimamenn í United.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Haaland stóðst vigtun eftir jólin

    Erling Haaland, leikmaður Manchester City, greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði staðist vigtun eftir hátíðarnar. Frægt er að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola gaf nokkurra daga frí en hugðist vigta menn fyrir og eftir jól.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hápunktarnir hingað til í enska boltanum

    Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ítalinn Federico Chiesa skoraði dramatískt mark til að innsigla sigur Liverpool og Bournemouth á föstudagskvöldi í ágúst þegar enska úrvalsdeildin rúllaði af stað.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Stewart, Snoop og Modric í eina sæng

    Martha Stewart, fyrsta bandaríska konan til að verða milljarðamæringur af sjálfdáðum, bættist í gær við eigendahóp velska liðsins Swansea City sem spilar í ensku B-deildinni. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá

    Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, staðfesti á blaðamannafundi í dag að miðjumennirnir Bruno Fernandes og Kobbie Mainoo verði báðir fjarri góðu gamni þegar lið hans mætir Newcastle United á annan í jólum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Arsenal í undanúr­slit eftir vító

    Arsenal vann afar torsóttan en sanngjarnan sigur á Crystal Palace í vítaspyrnukeppni, eftir 1-1 jafntefli, í lokaleik 8-liða úrslita enska deildabikarsins í fótbolta í kvöld. Arsenal mætir því Chelsea í undanúrslitum keppninnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fullkrug leysir Origi af í Mílanó

    Þýski framherjinn Nicklas Fullkrug er á förum frá West Ham til AC Milan að láni en belgíski framherjinn Divock Origi mun yfirgefa höfuðborg Ítalíu í janúar.

    Fótbolti